Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Side 14
Tímarit Máls og menningar meiri tvísýnu með tilveru sína alla og trú en þeirri, sem lifað hefur þessa tíð - nema ef vera kynni þeim mönnum, er lifðu þá umbyldng sem kennd er við kristnitöku og siðskipti. En skáldið reri steinnökkva sínum heilum út úr þessari villunótt, þótt þungur væri sá róður - kom ríkara af reynslu og auð- ugra af skáldlegu innsæi, en fátækara af blekkingum, heldur en þegar það hrinti fleyi sínu úr vör. í Sjödægru gefur skáldið oss fleiri og stærri lista- verk en vér höfum áður séð koma frá þess hendi og vinnur um leið með þessu verki sínu það afrek öðrum meira að umskapa íslenzkt ljóðmál. En vinur vor var ekki eilíflega reiður og í brjósti hans voru fleiri strengir sem ómuðu en þessi einn. - Ast hans á landinu var djúp og einlæg, en öllum stöðum ofar voru átthagarnir vestra í hug hans, þar sem hann lék sér barn „undir haustlaufi víðis, þar sem minningin skrjáfar i gulnuðum blöðum:“ „ . . . og tjörnin í ládeyðu lagðist í logninu blágeislum stöfuð, og fannhvítar fífurnar lmeigðu í flóanum silkimjúk höfuð.“ A þessar slóðir leitaði hugurinn löngum, þar fann hjarta hans leynda gamla fró og hugurinn frið — fjarri þeim heimi tálsýna og blekkinga, sem honum fannst svo oft að sér sækja hér. Fáir hafa ort sem hann um náttúru íslands. Mörg hans fegurstu ljóð eru lofsöngur til þess lands, sem hann unni svo heitt að hann eirði aldrei langdvölum frá. Töfrar íslands voru honum þrotlaus uppspretta ljóða, og hvort heldur hann lýsir svipulli fegurð sumars eða ljúfsárum forboða vetrar, þegar gull- öld fiðrilda er á förum, þá eru þær myndir uppteiknaðar af því listfengi sem óvíða er annars staðar að finna í íslenzkum ljóðum. — Ég minnist á þessari stundu eins síðsumarkvölds austur í Hornafirði. Það var beðið eftir að skáldið úr Kötlum kæmi til að hressa upp á menningarviðleitni héraðsins með erindi um íslenzka ljóðlist. Það var eitt þessara síðsumarkvölda í Hornafirði, sem meir eru í ætt við ævintýr en raunveruleika. Allt var óraun- verulegt, himinn og jörð, fjörðurinn og jökullinn ofinn í rautt glil kvöld- sólar, einstaka fuglskvak heyrðist og þagnaði jafnskjótt eins og það vildi biðjast afsökunar á framhleypni sinni, en á bak við þessa rauðu kyrrð féll þungur niður fljótanna — og þarna stóð skáldið mitt í þessari mynd og heils- aði í þögulli lotningu töfraspili skaftfellsks síðsumars - og þar stendur Jó- hannes enn fyrir mínum sjónum. 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.