Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 51
19
Ketill hjá hálfopnum háaloftsdyr-
unum. Grár vinnusloppurinn stend-
ur honum á beini . . .
20
Þóra heldur f)TÍr taldósina, mak-
indaleg og spotzk.
21
Ketill færir sig nær. Það er sem
hann búizt til árásar. Hann dregur
bréfhúfuna af höfði sér og treður
í vasann. (Hér er á ferðinni annar
Ketill en fyrr).
T ólffótungur
geng síðan ég las Simone de Beauvoir; nú
verð ég vist aftur að temja mér að vera
nágeng, tilað hemja tampaxið; það tollir
náttla betur þrýsti ég lærunum saman . . .
Æi, þessi kvenbaráttumál . . . Erum við
þær giftu i raun og veru konur, erum við
ekki barasta hlutir, og líður okkur ekki ein-
mitt bezt þannig, ha? . . . Því skyldum við
keppa eftir að vera konur, ef okkur líður
verr þannig, ha? . . . Ja, það hentar ekki
mér að vera gleiðgeng, það er bersýnilegt!
Hún hlœr.
þóra stillileg: Ég er lítil kvenbaráttukona!
rödd ketils sprök: Þóra!
rödd geirþrúðar: Hlutum líður vel!
ketill: Eigum við lím?
RÖDD ÞÓRU: Jötungrip eða galdragrip?
ketill: Gúmílím. Laus bót á stígvélinu . . .
Maður bmir ekki gúm með gripi.
þóra : Við eigum úhú. Það límir allt.
KETILL: Þetta stígvél, Þóra: það er ein-
stakt, óefað merkasti safngripurinn sem ég
hef eignazt . . . A að bta einsog afstrakt
mynd, tókstu ekki eftir því . . . hvernig
bæturnar mynda samræmda heild? . . .
Hvar detta göt á vatnsstígvél gamals
manns? . . . Heldurðu að tilviljun ráði
því? . . .
þóra: jafnspotzk: Það er úhú i bollaskápn-
um, vinur.
Hún lyftir símtólinu að eyranu.
KETILL: Þú . . . þú foragtar mig.
Hún brosir til hans.
41