Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 61
T ólj I ótungur
. . . varð að fella kýrnar í fyrra afþví
þorpsbúar neituðu að kaupa mjólkina hans,
ekkert nema skítur, sögðu þeir. Hann söngl-
ar. í djúpið væra duldir vættir stíga / hin
dýpsta speki . . . Hann gerir hlé á verki
sínu, lítur upp: loftlampinn lýsir upp elli-
legt andlitið. Hann er mér tákn, tákn um
hið óbugandi . . . Hann hœkkar róminn
. . . hið óbugandi . . .
Eftir troðningi í hlíðarslakka koma
tveir menn. Annar nokkuð við ald-
ur, beinvaxinn þó. I hvítum stíg-
vélum. Hann paufast á undan,
klæddur stormjakka og lambhús-
hettu, svartri ... Og heldur á em-
elleraðri fötu sem vaxdúkur er
strengdur yfir ... Hinn sem síðar
fer, 12 vetra strákur, hefur pottlok
á höfði með derið á skjön; of stór
treyja úr þykku vaðmáli; gúmískór
og stuttar brækur. Kálfsfætur.
70
Mennimir á gangi undir sjávar-
hömrum. Brimhljóð.
karlinn lítur um öxl: Hertu þig, drengur!
Með þessu áframhaldi náum við ekki hátt-
um: hvur heldurðu að fari að kaupa egg,
dauðsyfjaður . . .
STRÁkur haltrandi: Ég er með hælsæri!
karlinn : Það grær . . .
KARLINN við strák sem gengur nú við hlið
hans: Það er tímafrekt að selja egg, lang-
fæstir kaupa fleiri en fimm eða sex . . . og
sé manni boðið kaffi má maður ekki af-
þakka; því ein frú sem fyrtist getur verið
manni örðugri ljár í þúfu heldren . . . átta
póstkröfur . . . Hann skríkir. Við þurfum
að læra - hvað það nú heitir - diplómatí
. . . það er sérlega hagkvæmt fyrir kaup-
andann að kaupa af okkur egg . . . Hvað
nú?
Hann lítur um öxl: strákur hefur dregizt
afturúr.
STRÁkur: Ég skal harka af mér pabbi!
51