Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 62
Tímarit Máls og menningar
Hann hleypur við fót, draghaltur.
KARLINN: Hafðu í huga hvert aurarnir
renna . . . til þín . . . Hvurnig mættum við
annars kljúfa skólakostnaðinn i vetur!
Þeir hverfa fyrir klettanef.
VIII
71
Háaloítið. Ketill blæs kusk af stíg-
vélasólanum.
Hann blæs. Stcndur upp og setur
stígvélið á borðið.
Hann athugar aðrar bætur, fer um
þær fingrum, smeygir undir þær
nögl.
Ketill hvolfir úr hálffullri flösku í
klút, stingur hendi oní stígvélið og
þvær nosturslega tá og hæl.
ketill: Sodan! Hann blœs. Hvað gúmíið
er viðkvæmt og sterkt. Sko, hérna er smá-
rispa eftir sílinn, undir holilinni. Helvitis
helvíti!
En bótin virðist tolla! Hann sönglar við
lagboðann, Sjá dagar koma. Úhú úhú, úhú
úhú úhú-ú . . .
. . . Jhá, þeir vilja mismunandi kornastærð.
Þeir harðgerðustu, segja þeir, þurfa annað-
tveggja: gusu af fíngerustu mylsnu beint í
augun, ellegar tólftonna bjarg í hvirfilinn
. . . Minna má nú ekki gagn gera! . . . So,
þarna er enn slatur.
. . . Kostuleg hugmynd, að strá sandi í
augu fólks til að það sjái villu sína! . . .
Hláturinn tístir í honum.
Karlinn gengur um plássið í hvít-
um stígvélum. Strákur sést ekki.
Karlinn staldrar við og kallar.
Karlinn gengur fyrir horn á báru-
járnshjalli; stanzar við húsdyr.
73
A steini við húshomið er strúkur
karlinn: Magnús, liertu þig!
strákur: Ég er að koma.
karlinn : Hér guðum við.
52