Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 73
8
Kata glottir bakvið ferhyrnd gler-
augun.
9
Eiríkur haggast ekki; sami hlut-
lausi alvörusvipurinn, sama hlut-
tekningarlausa röddin.
10
Katrín frænka þrútnar, en hemur
sig.
11
Katli er skennnt; en honum lízt
þó ekki á hvert samræðumar hein-
ast.
12
Katrín frænka, einsog hafgassi; en
þó hófstillt.
T ólffótungur
rödd katrínar: Það er eitt og hið sama
. . . Ytraborðið!
kata: Attu við, Katrín frænka, að undir
ytraborðinu :sé . . . innraborð . . . Líktog
innrabyrði í úlpu: . . . úr sútaðri gæru?
Hún berst við hláturinn.
. . . Nú er manneskjan ekki bara hold og
húð . . . hún er líka lokaðir kirtlar.
Hlátur systrannci.
eiríkuk: Maður lifir í verkum sínum, það
er allt og sumt. Ég er húsin sem ég teikna,
þú ert börnin sem þú kennir . . . Að því
leyti standa allir jafnt að vígi, hvað svo-
sem lífskjörunum líður: skáld og hagspek-
ingur; fiskimaður og skækja. Allt og sumt!
KATRÍN FRÆNKA: Nöturlegt! . . . Og ekki
sérlega kristilegt!
RÖdd eiríks: Það giidir jafnt um Krist.
Eða afhverju heldurðu hann hafi fórnað
lífinu?
ketill: Að ýmsu leyti er ég krökkunum
samdóma, Katrin frænka. Amk er þetta
praktiskt sjónarmið. Það er praktískt að
trúa að það sem maður gerir sé maður.
Það örvar og hvetur . . . Peningarnir og
gengið á ýmsum tíma: höfum við senni-
legri mælikvarða? . . . Afstraktmálverkin
tam, sem ganga kaupum og sölmn: hvað
hefur gefið þeim gildi? Auglýsingin! . . .
Eru þau meira virði en það sem þau kosta?
. . . Eða minna virði?
katrín frænka: Peningar ljúga, hvar sem
er, hvenær sem er!
63