Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Síða 80
Tímarit Máls og menningar
36
Þóra hálfrís upp af stólnum.
Mæð'gumar taka saman matarílát-
in, smáskrýtnar í framan: þær hafa
leikið sama leikinn fyrr . . .
Eiríkur flettir dagblaði, svipbrigða-
laus.
37
Andlit Ketils; augun lokuð. Hann
rambar.
38
Biggí skýzt fram með diskahlaða í
fanginu ... Katrín frænka hlustar
ein af athygli ... Eiríkur les blað-
ið ... Kata sléttar úr pentudúkn-
um. Síðan rífur hún hann í lengj-
ur. Þá hnoðar hún kúlu úr lengj-
unum: enn er ekkert lát á ræð-
unni. Hún geiflar sig framaní Katr-
ínu frænku, stendur upp og fer
útað glugganum.
KETILL óstöðvanlegur: Ég er nú kominn
nálægt sextugu og því ekki að kynja þó
mann langi til að líta yfir farinn veg, stund
og stund, rifja upp gömul kynni . . . Aldrei
hefur mér orðið misdægurt, hverjum ber
að þakka það! Tuttuguogátta ár hef ég ekið
bíl, og aldrei lent í árekstri . . . Ja, hverjum
her að þakka það?
þóra hvíslandi: Stelpur, takið hljóðlega
saman diskana . . . þetta verður löng ræða!
rödd ketils: Hver er sjálfum sér næstur
. . . Allt er sætt úr sjálfs rassi . . . Hverjmn
þykir sinn fugl fagur . . . Svona tala vit-
menni, ég ætla ekki að fjölyrða um það . . .
Ég tamdi mér ungur bindindi, bæði á vín
og tóbak . . . Ohóf hefur ekki spillt heilsu
minni, hvorki í mat né drykk . . . Maður
þarf að kunna að gleðjast . . .
ketill: Eitthvert smáatvik, tam handartak
ókunnugs manns, eða lítil telpa í glugga-
parís, eða formfagur bill sem ekur eftir
götu í sólskini, eða afturljós á bíl sem
hverfa útí myrkrið að kvöldlagi . . . það
er sama hvert tilefnið er . . .
rödd ketils: Því segi ég það: gleðjist,
stundarkorn á degi hverjum: það bætir
heilsuna, sama hvert tilefnið er . . . GleSin
hefur ykkur upp . . . á æðra svið . . . ÞiS
fáið yfirsýn . . . ferska frjóa þegar þiS
getið horft úr fjarlægð á líðandi stund . . .
Ég þekki það af eigin raun . . . Einusinni
var ég staddur á fjallstindi, ég horfði yfir
byggðina, ég sá litlu húsin í litla þorpinu
og litlu mennina . . . Horfið á alla hluti
70