Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 83
Tólffótungur
47
Ketill er setztur, ánægð'ur með
sjálfan sig; Þóra við hlið hans, ýtir
fram skálinni.
48
Þau líta til dyra. Amý og Unnust-
inn, þétt sarnan, forkláruð ásýndum.
Katrín frænka skondrar út, á milli
Unnustans og Amýar. Óðara drag-
ast þau aftur hvort að öðru.
49
Amý sezt í sóffann, stærilát.
50
Unnustinn á miðju gólfi. Hann
bregzt hratt við, reiðin sýður í hon-
um . . . Hann vindur sér að borðs-
hominu, við hlið Katrínar frænku.
Hann snýst á hæli, fer að svalardyr-
unum og horfir út, fnæsandi.
51
Vangasvipur Unnustans; samanbitn-
ar varir. Hann horfir út.
Blakkur kirkjutuminn her við grá-
an himin; ljósið blikar á tumbrún-
inni.
ÞÓRA: Gerið þið nú svo vel að fá ykkur
deser!
RÖDD AMÝAR: Það er simi til þín Katrín
frænka.
KATRÍN FRÆNKA smeyk: Til mín? . . . Æ,
skyldi honum hafa elnað kastið?
rÖdd KÖTU skelliblöðruleg: Þið eruð bæri-
leg: hlaupizt á brott þegar pabbi heldur
ræðu.
UNNUSTINN stígur feti framar: Við . . .
við biðjumst innilega afsökunar.
rödd ÞÓRU: Blessuð fáið ykkur sæti: við
þurfum að fara að opna jólapakkana.
AMÝ afundin: Mig langar ekki í.
rödd biggÍAR: Ertu aftur í fýlu?
AMÝ: Ég anza ykkur ekki.
UNNUSTINN hrópar, reiður: Heyrðuð þið
ekki hvað ég sagði: hún er lasin!
rödd BIGGÍAR: Er þetta ekki full mikill
gauragangur, svona á aðfangadagskvöld
jóla?
IV
52
Gangurinn. Katrín frænka talar í
sírnann ljómandi af ástúð.
katrín frænka: Æ vinur, vertu svoldið
þolinmóður, bara þetta sinn . . . Ég verð
73