Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 111
Black Power við. Það þýðir að þriðji heimurinn verður að hefja nýtt tímabil í sögu mannsins, tímabil sem byggir á þeim undursamlegu hlutum sem Evrópu tókst bálft í hvoru að koma til vegar. Hryllilegustu afbrot Evrópu voru framin á bjarta mannsins með því að starfsemi þess var sundurtætt á sjúklegan hátt og eining þess fór út í veður og vind. Nei, hér er ekki ætlunin að hverfa aftur til náttúrunnar, aðeins áþreifanleg viðvörun um að leiða ekki mannkynið til glötunar, troða ekki neinu í heil- ann sem tortímir honum. Kapphlaupið um að verða fyrstur má ekki misnota til að gera manninn að leiksopp, svipta hann sjálfum sér, sundurtæta og drepa. Nei, við óskum ekki eftir að komast framúr neinum. Það sem við viljum er að stefna óslitið framávið, nótt og dag, í samfélagi við manninn, í sam- félagi við alla menn.“ Ur því að svo mörg orð hafa verið sögð hér um sálfræði þá hefur mér dottið í hug sálfræðilegt úrlausnarefni. Hvítir menn frjálslyndir segja sí og æ „Hvað get ég gert?“ Og þá á ég við, að þeir séu sí og æ að bjóða svert- ingjum aðstoð. Mér hefur hugkvæmzt hliðstæða. Ef þú gengur á götu og sérð mann miða byssu á annan mann — hugsum okkur að báðir séu hvítir - og þú þarft að hjálpa öðrum. Hvorum mundirðu hjálpa? Ég er ekki í nein- um vafa. Ef ég væri á gangi á götu og maður miðaði byssu á annan mann og ég þyrfti að koma til hjálpar, þá mundi ég hjálpa byssulausa manninum, ef maðurinn með byssuna miðaði á hann án nokkurrar sýnilegrar ástæðu - ætlaði t. d. að ræna hann eða skjóta af því að honum geðjaðist ekki að hon- um. Til hjálpar á ég ekki annarra kosta völ en að ná mér í byssu og skjóta byssumanninn eða slást til fylgdar við byssulausa manninn og við báðir sam- an ráðast á manninn með byssuna. En hvítir menn frjálslyndir fara ekki þann- ig að. Ef maðurinn er með byssu þá ganga þeir á snið við hann til fórnar- lambsins og segja: „Get ég hjálpað þér?“ Og þeir eiga við, „að hjálpa þér til að venjast því ástandi að maðurinn miði á þig byssu.“ Ef hvítir menn frjálslyndir vilja í alvöru hjálpa, þá er hlutverk þeirra að taka byssuna af byssumanninum og tala um fyrir honum, því að í raun og veru er hann sjúkur maður. Svarti maðurinn er ekki sjúklingurinn, heldur hvíti maðurinn; hann lyfti fyrst byssunni. Þess vegna eiga sálfræðingar að hætta að rannsaka svart fólk og yfirheyra, en rannsaka heldur og skoða eigið þjóðfélag spillingarinnar. Þar er þeirra vettvangur. Þá fyrst þegar þeim hef- ur tekizt það getur verið að okkur takist að byggja upp í þriðja heiminum. Eyjóljur R. Árnason þýddi. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.