Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Síða 122
'l'ímarit Máls og menningar
þessari bók að alger hlutlægni er blekking ein. Vitnið er sjálft hluti þeirrar
atburðarásar sem þaS semur skýrslu sína um.
Tilgangur Halldórs Laxness í nýjustu verkum sínum virSist ekki vera
hefðbundin blekking hlutlægninnar, en öllu heldur afhjúpun þeirrar hug-
lægni sem er óaðskiljanlegur þáttur í hlutverki sögumanns skáldsögunnar.
SamhliSa þessari afhjúpun fer hvöss afneilun á einmitt þessar huglægni,
og rökrétt afleiðing þessa álits er að segja skilið við hefðbundnu skáldsöguna
sem listform. Þetta virðist afstaða Halldórs sjálfs, enda hefur ekkert á prenl
gengið frá honum í þessari bókmenntagrein siðan á árinu 1960.
Innansveitarkronika er nýjasta og að sumu róttækasta tilraun Halldórs
til lausnar þess vanda sem tilvist sögumanns er, eða ef til vill frekar til að
komast hjá honum, en það virðist þó að sjá óvinnandi vegur.
Eins úrkostar hefur verið freistað í leikritum hans á síðari árum: algjört
brotthvarf sögumanns, hlutverki hans skipt milli leikenda. Innansveitarkron-
ika felur í sér liinn úrkostinn: sögumaður kemur lil dyranna eins og hann
er klæddur, heimildarmaður um athurði sem hann sjálfur hefur lifað eða
er sannbær um. HvaS aðferð varðar, hefur sannfræðin hér tekið sæti skáld-
skaparins. EfnismeSferS verður sagnfræðileg, en ekki sem skáldað væri.
Vitaskuld er frásagnarháttur þessi engin nýjung. Þvert á móti er hann
elzta og einfaldasta söguformið, og öll frásaga - sagnfræðileg sem skálduð
- er tilbrigði um þá staðreynd að sögumaður segir tilheyrendum sögu.
Halldór Laxness, fyrir sitt leyti, er í mörgu arftaki íslenzkra frásagnarhefða.
AS því er ég bezt þekki til hefur engin heildarkönnun verið gerð á frá-
sagnarháttum í verkum Halldórs. Hér verður aðeins vikið lítillega að fáum
megindráttum aðferðar á þeirri bók sem hér um ræðir.
ÞaS sem sérstaka athygli vekur við Innansveitarkroniku er ekki aðeins
að hún er lögð í munn uppskáum sögumanni, en að þessu leyti tengist kron-
ikan langri íslenzkri sagnahefð og þá ekki sízt æviminningabókum og alþýS-
legri sagnaritun allt frá 17. öld og fram á okkar daga (sjá t. d. upptökur
með Steinþóri á Hala). En ekki síður er eftirtektarverð afstaða sögumanns
til atburðanna og fólksins sem hann segir frá. Sagan gerist á mismunandi
tímaskeiðum með mismunandi fjarlægð milli sögumanns og atburðar.
I fyrsta lagi er sögumaður sagnaritarinn. Samkvæmt þessu er uppistaða
frásagnar hin sama sem í héraðslýsingum og sveitarsögu, og þetta verður
því skýrara sem oftar er gripið til hefðbundinna orðtaka úr íslenzkum sögn-
um, svo sem: „hér verður frá því sagt“, „þess var áður getið“, „nú víkur
sögunni til“ o. s.frv. Þessi orðatiltæki og ýmsar athugasemdir aðrar tilheyra
112