Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 131
„ViS vitum ekki hvort þau haja andlit“ konu þessarar. Þó að það sé ekki beinlínis tekið fram, þá skilst manni að þetta er einmitt kona málarans, sú sem var að rífast við hann í hallargarð- inum. Sá grunur verður að vissu í hinum stutta IV. þætti, þegar málarinn finnur konu sína og manninn sitja saman í veitingahúsi og sezt sjálfur hjá þeim: „Þegar hann kom gangandi og sá þau saman vissi hann strax að þetta var kokkáll hans, hann fann hornin spretta fram í enninu einsog hann tryði á miðaldamálverkin eða hvað það nú var og þjóðtrúna sem gerir hinn ólán- sama að geithafri, það var kaldur sviti á honum öllum og hann vissi hann var hvítur í framan, eða var hann rauður?“ (153) Þar höfum við þá einu sinni enn þennan sigilda þríhyrning, sem hefur verið uppistaða svo margra skáldsagna og harmleika. En ég ætla ekki að halda þessari endursögn áfram þátt fyrir þátt, enda verður erfiðara að átta sig á samhenginu, eftir því sem sögunni miðar áfram - ef saga skyldi nú vera réttnefni. Ég vil aðeins drepa á fáein atriði úr seinni hluta bókarinnar. I VI. þættinum er maðurinn aftur farþegi í bíl, og einhver félagi hans við stýrið: „Þeir þutu áfram, tveir menn í litlum bíl: svo borgirnar þyrluðust upp, og þorpin sveigðust frá einsog leiktjöld úr pappa fyrir gusti“ (185). Maðurinn er að reyna að flýja minningar sínar á þessari fleygiferð. Hann verður „að gæta sín að hugsa ekki um það hversvegna hann fer þessa för, og gæta þess að muna ekki lengur hvað rak hann til þess að vera að ferðast“ (186). Þeir koma að landamærunum í Alpafj öllunum en snúa svo aftur. Á leiðinni er maðurinn meðal annars að hugsa sér leikrit handa sjónvarpinu, um sjómenn á seglskipi sem ferst. Sýnir hans og hugmyndir verða æ ein- kennilegri. Þær virðast að nokkru leyti vera draumur („Og maðurinn vaknar við það að hann kastast til í sæti sínu“, 204), ef til vill hitasóttar- órar („farþeginn pírði sínum sóttheitu augum og hrökktist aftur lengra inn í sortann sem í honum bjó“, 205). Loks er maðurinn skilinn einn eftir um nótt í bílnum við lítið torg, vaknar og fer að labba um borgina. I upphafi VII. þáttarins heyrum við manninn tala, og það er enn vísað lil atriðis sem varð fyrir okkur áður, en nú einsog það væri aðeins óljós endur- minning, kannski úr draumi: Var ég ekki staddur á svölunum, og hvað gerðist síðan? Mér þótti ég hafa verið stadd- ur á svölum mikillar hallar með svo margt að baki, einhverja vá, mér þótti sem ég hefði staðið á þessum svölum og horft út í mikla nótt og lítið svið í þessari stóru nótt og tvær litlar manneskjur í danslegu spili umhverfis gulllýstan gosbrunn /... / þetta þótti mér ég hafa séð. En hvemig hélt sú saga áfram /... / (227). 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.