Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Blaðsíða 136
Tímarit Máls og menningar
tíma sem nefnd eru - þvi athyglisveröara sem engin af persónum bókarinnar
er nafngreind. Mjög oft er hugsað og talað um málaralist, og hún er gjarnan
notuð í samlíkingum. Það er einsog veruleikinn væri síaður gegnum endur-
minningar af listaverkum. Þannig situr maðurinn um sumarið í veitingahúsi
nálægt Rómaborg: „Hann fékk lánuð sólgleraugu til þess að taka þau af sér
og hugsa undir gulum stráhatti, og hugsaði: Renoir.“ Við sama tækifæri er
talað um „fiskimenn sem höfðu útvegað myndefni á diskinn við hliðina á
honum; smáan fisk grannan og langan sem leiddi í huga Braque. Braque-
myndin. Þú segir ekkert, segir sá sem sat yfir fiskinum og tók upp hníf
sinn og gaffal til að riðla myndinni“ (11).
Þar eru einnig nákvæmar lýsingar á málverkum, hæði eldri og alveg ný-
tízkulegum, en þau verða þá að minnsta kosti jafnþýðingarmikill þáttur af
veruleikanum einsog allt annað. Maðurinn er undir jafn sterkum áhrifum
frá málverkum og myndum og frá náungum sínum, stundum sterkari. Þegar
hann kemur í veizlusal í áðurnefndri höll, fáum við lýsingar á myndvef á
veggnum, freskómynd í loftinu og annarri list. Svo festist áhugi hans við
stóra öskubakka „með litfögrum öskuhrúgum“, og dálítið síðar kemur nokk-
urs konar ágrip eða niðurstaða:
Ljósið breiddi sig glatt yfir þessa útbrunnu dýrð öskubakkanna og gaf manninum að
lesa tónspil sinna lita og leika sér að fansa efni þeirra; og þaðan leit hann um salinn á
andlitin eftir að málverkin höfðu kallað fyrst. (59)
Með öðrum orðum: listin kemur fyrst; andlitin, mennirnir eftir á. En
það er reyndar líka þannig, að sjálf efni málverkanna eru stundum svo ná-
tengd reynslu mannsins, að það er varla hægt að greina milli lífs og listar;
þau renna svo að segja saman í eina mynd. Það eru ýmis dæmi um þetta.
í upphafi bókarinnar kemur maðurinn inn á veitingastað eða krá í sveit, og
staðnum er meðal annars lýst þannig:
Það var rnyrkur úti, á stofunni voru engir gluggar. Það var aðeins ein mynd á vegg.
Mynd af konu sem situr á stól og horfir á okkur, opin slagharpa næst okkur; gluggi á
bak við konuna: hvað er hún að hugsa? (28)
„Þögn myndarinnar var máttugri stofunnar þögn“ (29), er okkur sagt. Ann-
ars er ekkert sérstakt hér sem gefur til kynna, að þessari mynd sé ætlað alveg
sérstakt hlutverk í sögunni. En löngu seinna, í V. þætti bókarinnar, mætum
við þessari konu við flygilinn á nýj an leik, en nú er hún ekki lengur málverk
126