Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Blaðsíða 140
Timarit Máls og menningar
eru látnir svífa upp frá skipsflakinu á sjávarbotninum „einsog í kvikniynd
sem er sýnd aftur á bak“: „Þegar þeir lyftast upp úr vatninu sezt hárið sem
hafði farið fremst eða efst á myndinni upprétt á undan þeim, þú manst að
þetta er sama myndin og þegar þeir sukku með hárið upprétt.“ (197)
En þegar á fyrstu blaðsíðu bókarinnar, í lýsingunni á litlu fjallaþorpi,
mætum við tímahugtakinu í dýpri merkingu, nátengdu einni aðalhugmynd
sögunnar. Gömul kona situr þar „kyrr á gulum tágasessi, svört við lýsandi
hvítan vegg, norn“: „Og karlarnir einn og einn horfa á hendur sínar í
þögn sem er sama og fyrir þúsund árum meðan asninn fellir kukk á strætið
fyrir þúsund árum sem er í dag.“ (9) Og fljótið, gamalt tákn tímans, áin sem
streymir gegnum borgina speglar „öld eftir öld, og manneskjurnar sem höfðu
horft á strauminn í sífellri endurtekningu mennskrar angistar og gleði og
rauna“ (133). Málarinn hlustar á tunferðarniðinn, þar sem liann situr á
veitingastað með konu sinni og manninum:
dunurinn frá breiðstrætinu var stöðugur og hefði getað minnt á ámið ef hér hefði verið
hugsað um náttúmna, þetta ósigrandi brúsverk linnulaust og þungt að minna á hve
manneskjunnar stund er hverful, eitt andartak, síðan ekki meir. Og þó langt í spennunni,
af óttanum að því verði lokið senn. (155)
Og þegar maðurinn stendur fyrir utan girðingu og virðir fyrir sér rústir í
mánaskini, skynjar hann hvernig dáin fótspor vakna í sandinum fyrir innan
rimlana: „Eina stund stendur þessi maður með taugar í ýmsa tíma mannkyns-
ins meðan grasið verður sterkt í grænum lit sínum, og himinninn þvær það
af blóði hins fyrsta manns sem vopn beit. Blóði Abels.“ (32)
„Með taugar í ýmsa tíma mannkynsins“ — hér eiga þau orð við. Því í
vitund þessa manns er þýðingarmikið og dularfullt samhand við löngu liðinn
tíma. Strax í upphafi bókarinnar er lýst atburði frá tíma Caligula keisara.
Leiksviðið er ströndin við eldfjallavatn, þar sem maðurinn situr í veitinga-
húsi ásamt öðrum ferðamönnum - það virðist vera Lago di Nemi skammt
frá Rómaborg. En hér sjáum við með augum mannsins fara fram helgiat-
höfn, nokkurs konar fórn í því skyni að efla frjósemi jarðarinnar:
Þetta kvöld mætti skógarkóngurinn Viribus holdtekja Júpíters gyðjunni Díönu. Þau
mættust í lundinum í mánabaði; gyðjan sveif á silfurgeislum sínum niður á jörðina;
hún gekk á silfurbrúnni til móts við manninn sem var guðinn uin sinn og hlaut því að
deyja í fyllingu. (11-12)
Keisarinn og fylgdarlið hans — „þessir hrifnu áhorfendur ástarleiks og
130