Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 145

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1972, Page 145
Umsagnir um bækur SAGA TVEGGJA HEIMA Einhversstaðar stendur, að eitt sé einkenni of margra íslenzkra skáldsagna nútímans, að þær séu líkt og hálfunnar, fjari út í anti-klímax, þær skorti herzlumuninn til að vera frambærilegar skáldsögur. Hvað um það, þá er hin nýja skáldsaga Ólafs Jé- hanns Sigurðssonar1 undantekning. Hún er fullunnin og sönn og svo margþætt að menn hafa átt erfitt með að finna boðskap eða tilætlun höfundarins með henni. Höfundi hefur tekizt að skrifa sögu, sem er heimur út af fyrir sig, endurspeglun samfélagsins að því marki, sem heimur sög- unnar krefst, en svo vel unnin og margþætt, að hún lifir sínu lífi og lengra verður ekki komizt í sköpun skáldverka. Hvort sem menn telja boðskapinn réttan eða rangan, þá skiptir það engu máli, sagan lifir og er, boðskapurinn er bundinn heimi hennar. Hérlendir menn hafa löngum átt erfitt með að lesa skáldsögu án þess að tengja hana vissum stöðum eða lifandi eða dauð- um íbúum vissra byggðarlaga, á slíku hef- ur örlað í sambandi við þessa skáldsögu, landsmenn virðast skynja bókmenntir sögu- lega og kemur þar fram hið lífseiga mið- aldamat, afstaðan til epíkurinnar. í sögunni er aðalpersónan gamall og gróinn höfundur og sögumaður, frændi hans, sem verður nokkurs konar fram- 1 HreiSriS. Heimskringla 1972. 260 bls. lenging eða arftaki höfundarins. Höfundur- inn verður fyrir því, að spöríuglshjón nokk- ur efna til hreiðurgerðar á eldhússvölum hans, en það verður honum tilefni til at- hugana og rannsókna á hegðun og allri art fuglanna og síðar aðstoðar við uppeldi unganna, þegar þeir eru skriðnir úr eggi. Aðstoðin var slík, að annað komst ekki að. Höfundur var stöðugt á fcrli til þess að verja ungana fyrir köttum nágrennisins scm kostaði hann amstur og erfiði í enda- lausum hlaupum eftir þeim um næsta ná- grenni. Hegðun höfundar vekur furðu og kátínu, enda er hegðun hans mjög skop- leg. Sögumaður tekur því að skrifa vamar- skjal fyrir höfundinn, frændann, og gengur sjálfur inn í söguna fyrr en varir. Hreiðurgerð spörfuglshjónanna vekur frænda slíka furðu að hann tekur að end- urmeta skoðanir sínar og verk og leggur til liliðar þá sögu, sem hann hafði svo til lokið í þann mund, sem spörfuglamir hófu hreiðurgerðina, en sú saga var hans bezta verk, að dómi sögumanns. Flest það, sem frændinn taldi skipta máli er orðið mjög vafasamt þegar líður á söguna, en því fcr fjarri að hann leggi árar í bát. Hann tekur til við aðra sögu og sú saga verður af- stöðubreyting og þróun sögumanns um það leyti sem frændinn deyr. Frændinn var sjálfum sér trúr, hann gerði sér ljóst að hann hafði lifað á „gervifæðu“ of lengi og sá skilningur verður sögumanni leiðarljós. Frændinn var tekinn að huga að liljum 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.