Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 15
„... hvernig skal þá Ijóð kveði%?“
Kynngi hlóð um Krist og Oðin
kraftsins fróða mál.1
En auk hins kliðsterka Ijóðs hljómar annar strengur, þýður og dreym-
inn. Og hann heyrist raunar þegar í upphafsljóði fyrstu bókar:
Bí, bí og blaka!
Blikar á sund.
Förufuglar kvaka,
frjálsir í lund.
— Viltu með mér vaka
vornæturstund?2
í þessum kliði er ómur þjóðvísunnar og í ljóðaflokknum Vikivökum
í sömu bók fléttar skáldið gamalt viðlagserindi inn í kvæði sitt svo að allt
fellur í ljúfa löð. Þar og í öðrum þvílíkum ljóðum hefur Jóhannes þegar
fundið grunntón sinn, sem veitti æskurómantík hans útrás og hljóðnaði
aldrei að fullu hversu mjög sem Ijóð hans breyttist bæði að inntaki og
formi; við endurnýjun formsins styrktist hann á ný. Kvæðin sem sverja
sig í þessa ættina eru frá upphafi fleiri en hin kliðþungu og í þriðju bók-
inni, Ég lœt sem ég sofi (1932), eru öngvar eftirlíkingar fornra braga né
heldur rímna, þótt ljóðin séu annars í hefðbundnu formi. En þar má víða
greina einhvers konar málamiðlun milli þessara ólíku stílhneigða. Ef til
vill var hvorug þeirra við hæfi er túlka skyldi þann raunveruleika sem
sótti ómótstæðilega að skáldinu þegar leið fram á 4. áratug aldarinnar.
í titilkvæðinu, Ég lcet sem ég sofi, er þetta erindi:
Eg orti áður fyrri
um ástir, vor og blóm.
En nú er harpan hörðnuð
og hefur skipt um róm.
— Hún breytist eins og annað
við örlaganna dóm.3
Síðustu orðin má taka bæði sem reynsludóm og spásögn. En fyrst skal
að því vikið að kvæðin, sem marka þessari bók svip, fjalla um lífsbaráttu
smælingja, raunar hetjuljóð, en fjarri rómantík. Hér eru kvæði eins og
Karl faðir minn, Sonur götunnar, Hversdagsleiki, Imba, Fyrsti maí og
1 Ljóðasafn I, bls. 165.
2 Ljóðasafn I, bls. 7.
3 Ljóðasafn I, bls. 188.
125