Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 16
Tímarit Máls og menningar
Atvinnulaus. Þessi efni hlutu að íklæðast formi nokkuð ólíku því sem
Jóhannes hafði fyrr tamið sér til þess að geta sveipast viðeigandi hugblæ.
Einfaldleikinn og rúmhelgin sem hér skyldi túlka var af öðrum heimi en
þjóðvísunnar, en samþýddist þaðan af síður viðhöfn hins dýra brags.
Sama gilti um Ijóðmálið. Jóhannes kveður hér í einföldum, hefðbundnum
stíl, en nýtur þó í málflutningi sínum þess bragstyrks sem hann átti að
erfð. Ljóðmál 19- aldarinnar er tekið að þoka fyrir hversdagsorðfæri hins
stríðandi manns, veruleikinn sest í öndvegið og gerir sínar formkröfur
sem verða smám saman háværari. Og í næsta Ijóðasafninu, Samt mun ég
vaka (1935), sjást fyrstu merki þess að Jóhannes brjóti braglínuna upp.
Gusmr frá hugarfarsbyltingu höfundar skekur allt í einu þá bragbygg-
ingu sem manni fannst orðin óbifanleg. Kvæðið, Vér öreigar, endar svo:
Nei.
Fögur eru fjöllin og grösin,
fagrar eru fjörurnar og sölin,
fögur er þessi frjósama jörð.
— En aldrei, aldrei skal himinbláminn
hugmyndir vorar rugla,
né lækjarniðurinn deyfa vilja vorn,
né tunglsljósið svæfa tilfinningar vorar,
fremur en blessun klerksins
vorn baráttuhug.
Aldrei elskum vér jörðina
af öllu hjarta,
fyrr en land, sjór og loft
verða öryggistákn tilveru vorrar.
Eins og Ijóð vort er einfalt og auðskilið
og hirðir ekki um rósfjötra rímsins
né fjólublá faguryrði,
heldur sannleikann sjálfan,
eins munum vér berjast til þrautar,
í bróðurlegri einfaldri alvöru,
unz réttur vor og niðja vorra
til nýs, mannlegs lífs
frelsar
hið fyrirheitna land.1
Óneitanlega andar skáldið nú öðruvísi en fyrr, enda hefur rímið einnig
fokið á burt og losnað um þrenningu smðlanna. Samt væri fráleitt að
1 Ljóðasafn I, bls. 277—278.
126