Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 26
Tímarit Máls og menningar
í kvæðinu, Sá bcer heitir í Tungu, byggir skáldið á vísun í Laxdæla sögu
þar sem Þorgerður Egilsdóttir eggjaði sonu sína til bróðurhefnda. En
kvæðið er ekki ort til þess að rifja upp eða skýra gamla sögulega minn-
ingu, heldur er hún notuð sem andstæðulíking í þágu nýrrar lögeggjanar.
Baráttuskáldið gamla brýnir raust í nýrri tóntegund.
Nýstárlegast og um leið torráðnast verður ljóð Jóhannesar þó, er hann
lætur alla hlutlæga viðmiðun og myndskýringu lönd og leið en myndina
eina tala, e. t. v. með hjálp af vísbendingu í nafni kvæðisins. Með þvílík-
um hætti hefur hann tekið á gömlum, rótgrónum yrkisefnum svo að þau
ummyndast í módernistisk ljóð. Erfiljóð getur t. a. m. skapast við tengsl
nokkurra mynda. Þannig sér hann persónuleika, líf og örlög vinar síns,
Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi, hins flugskarpa eldhuga, í örfáum
myndbrigðum:
Hvíld
Vígahnöttur þankans fló úr jökuldali
glóandi af sársauka sköpunarverksins
og skar bjarta rák í hið myrka djúp
alls þess er allsvana þreyr
og hann brann og brann og brann upp
unz þjáningin varð að kyrru mildu ljósi
því vera með brúðarljóma í augum
kom og kom og kom án afláts
og breytti helstríðinu í jónsmessunótt
og nú drúpa blóm öll í höfgum friði.1
7
Allar nýjungar í bókmenntum eru háðar eðli þeirra breytinga sem gerast
í heiminum enda skynja skáld mörgum öðrum fremur hverju fram vindur.
Jóhannes úr Kötlum var maður sinnar tíðar og lét sig miklu skipta hvað
klukkan sló í veröld raunveruleikans og honum var að vonum ljóst að
hann hlyti að yrkja í anda þeirrar menningar sem yfir sveif ef ljóðin ættu
að ná eyrum þess fólks sem þau voru helguð. En þó að honum tækist að
sníða Ijóði sínu nýjan stakk að hætti módernista og kveða betur eftir en
1 Ný og nið, bls. 30.
136