Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 30
Tímarit Máls og menningar
Rúna verkaði af borðinu og hellti sér kaffi í bolla. Hún var tuttugu og
fimm ára, fimmtán árum yngri en eiginmaður hennar. Hún var lagleg,
mjúkholda og útitekin. Hún var móeyg og ljóshærð. Hárið hafði hún
fléttað í eina fléttu aftur á bak. Þegar hún hafði fengið sér sæti við borðið,
vafði hún sér fjórar sígarettur, stakk þremur í svuntuvasann og kveikti
sér í einni.
„Hvað skyldi hann vera að vilja?“ sagði Valdi.
Flugugrey, sem hafði vaknað við hitann frá eldavélinni, byrjaði fárán-
legan dans á gluggarúðunni. Valdi stóð á fæmr og drap hana með diska-
dulunni. Hann hallaði sér út að rúðunni, en sá engan. Hann tók upp upp-
þvottabalann og skvetti út skólpinu. Um leið og hann gerði það skoðaði
hann Indíánann, sem sat á hækjum sínum utan við dyrnar. Hann var
ungur, varla eldri en tuttugu og eins árs eða tveggja. Húðin var á litinn
eins og sykurbráð. Andlitsdrættirnir voru sterklegir, ennið hátt, hárið
dökkt og mjúkt, augabrúnirnar þykkar en munnurinn var of stór til að
hægt væri að segja hann laglegan.
„Hvað var það fyrir þig? “ spurði Valdi hranalega.
„Mig vantar vinnu.“ Hann talaði svo lágt að það heyrðist varla. Hann
hafði horft á Valda, en hann leit undan þegar hann talaði eins og til að
viðhalda fjarlægðinni á milli þeirra meðan þeir ræddust við.
„Hversvegna komsm hingað?“
„Ég frétti að hefði slasazt hjá þér maður.“
Það var rétt. Einn að mönnum Valda hafði marizt illa á hendi tveimur
dögum áður.
Valdi horfði á hann. Hann var breiður yfir herðar, grannvaxinn, hann
var með mógrænan svefnpoka og lélega ferðatösku, samanreyrða með segl-
garni. Bláu vinnufötin hans og rauða flúnelsskyrtan voru gömul en hrein,
og vinnustígvélin voru ný og glansandi.
„Hefurðu fiskað áður?“
„A Stóra-Þrælavatni.“
„Ekki hérna?“
Hann hristi höfuðið.
„Hjá hverjiun varsm?“
„Kobba Sæmunds, Fúsa Bergmann."
Valdi togaði fram neðri vörina með vísifingri og þumalfingri. Hann
varð að fá annan mann. Á morgun færi fiskurinn að úldna í netunum hjá
þeim slasaða.
140