Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 32
Tímarit Máls og menningar
Tuttugu mínútum síðar var Valdi kominn út á vatn með Elliot á fremstu
þóftu. Valdi sat í skutnum og gaf honum nánar gætur.
Elliot fór rétt að öllu. Þegar þeir komu að fyrstu baujunni, sem var
rauðmáluð með hvítu, tölusettu flaggi, greip hann um stöngina og skipti
síðan um sæti við Valda. Hann fann línuna og handfesti sig eftir henni,
svo báturinn mjakaðist í áttina að annarri bauju, sem sýndi hvar hinn end-
inn á netatrossunni var. Vatnið var kyrrt og lygnt, endalaus flötur, sem
minnti á gamalt, upplitað teppi.
Báturinn mjakaðist áfram meðan þeir vitjuðu og braut í sífellu hvíta
mynd sína í vatnsfletinum. I hálfrar mílu fjarlægð til landsins sá í smá-
voga og nes, sem runnu saman við vatnsflötinn, lengra burm skárust frost-
bitnir trjátopparnir upp í himininn. Þeir höfðu fengið um sex, sjö fiska
þegar Elliot kom að seinni baujunni. Helmingurinn af því var smár, silfur-
litaður sólfiskur, með öllu verðlaus. Elliot skolaði hendurnar upp úr köldu
vatninu og þurrkaði sér á buxnaskálmunum.
„Hvert förum við núna?“ spurði hann.
Þegar þeir höfðu farið um hálfa mílu lengra til norðurs dró Valdi fram
krókjárn og snæri upp úr fiskikassa undan þófm. Hann lét krókjárnið
síga fyrir borð. Samkvæmt fyrirmælum Valda sigldi Elliot bátnum fram
og aftur í sömu stefnu og strandlengjan lá. I þriðju ferðinni strengdist á
snærinu og Elliot stöðvaði vélina.
Oðru sinni skiptu þeir um sæti. Elliot dró inn snærið, dökkleimr korka-
teinn braut vatnsborðið undir síðunni. Hann losaði járnkrókinn og byrjaði
að draga inn netið þar til steinateinninn kom í ljós. Hann stakk fingrun-
um inn í möskvana og glennti í sundur.
„Tvær og hálf tomma,“ sagði hann.
„Hvað um það?“ Valdi skyggndi yfir augun með hendinni. Hann var
rauðeygur og þreytulegur. Hann veifaði hendinni fyrirlitlega í áttina að
fiskinum, sem spriklaði dauflega í bátnum.
„Heldurðu þú látir þér nægja hlut upp á þessi býti?“
Þetta var lélegur afli. Með hálfum huga byrjaði Elliot að vitja um í
hinum netunum. Ur fyrstu tveimur föðmunum komu fimm vatnageddur.
„Er þetta ekki munur?“ spurði Valdi. Hann smeygði fingrunum inn
undir tálknin á einum fiskinum og lyfti honum upp svo sólin glampaði á
grænleitri bakslikjunni. „Maður fær 40 sent á pundið fyrir þetta," sagði
hann lymskulega. „Þannig krækir maður sér í smátekjur. Við erum með
142