Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 35
í Manítóba hans. Þegar dyrnar höfðu loka2t á eftir honum, hermdi Valdi eftir rödd Elliots og sagði: „Hann ætlar að leggja á morgun. Það er að segja,“ bætti hann við háðslega, „ef hann verður ekki of upptekinn við að snúast fyrir þíg-“ Næsm fjóra dagana voru vinnumennirnir önnum kafnir að greiða netin og verka úr þeim sólfiskinn. Það hafði hlýnað óvanalega mikið og við það hvarf allur fiskur. Menn komu tómhentir að dag eftir dag, allir nema Elliot. Hann hélt áfram að fá fisk, stundum allt að hálfum kassa á net. Oánægjan yfir sólfiskinum breyttist í beiskju og óvild. Eitt kvöldið þegar Elliot var farinn eftir að hafa fengið tóbaksbréf og lyklahringju, sagði Haraldur við þá hina: „Vitið þið hvað hann gerir við þetta dót? Eg horfði á hann í kíkinum mínum.“ Hann herpti saman þunnar varirnar og skaut fram hökunni. „Hann fleygir því í vatnið. Það er það sem hann gerir.“ Þegar hann sá vantrúarsvip þeirra varð hann reiður og skrækróma: „Eg er að segja ykkur satt. Eg sá hann. Hann situr frammi í stafni og horfir niður í vatnið. Síðan fleygir hann því, sem hann er með, í vatnið og stráir svo tóbakinu yfir á eftir. Ef þið trúið mér ekki, segið mér þá til hvers hann notar tóbak, sem hann reykir ekki.“ Hann veifaði fingrinum framan í þá. „Hafið þið séð hann reykja? Ha?“ „Hvað um það?“ spurði Valdi. „Hann veiðir fisk, er það ekki? Þið ættuð kannski að reyna það?“ „Það er nú fleira, sem hann veiðir,“ hreytti Haraldur út úr sér. Fiski- leysi dag eftir dag hafði gert hann uppstökkan og úrillan, og honum sárn- aði athugasemd Valda. „Hann er þegar kominn með meira en launin. Hann setti aldeilis í feitt þegar hann fékk þig til að ráða sig upp á hlut. I hvert skipti sem hann dregur fisk úr vatninu þá tapar þú peningum.“ Hann hló illkvittnislega. „Eg hélt ekki ég ætti eftir að sjá Indíána snúa á Valda Guðmundsson.“ Aður en Valda gæfist færi á að svara var Haraldur rokinn á dyr. Valdi fylltist örvæntingu. Það sveið undan orðum Haralds, sérstaklega vegna þess, að Valdi hafði sjálfur verið að hugsa um það sama. Aður en hann fékk hjartakastið hafði hann dregið að landi tvöfalt á við hvern af vinnumönnum sínum. En núna varð hann viðþolslaus af kvölum við minnstu áreynslu. „Mig langar til að reka þennan Indíána,“ sagði hann við Rúnu. Hann skotraði til hennar augunum til að sjá hvernig henni yrði við þessi orð. 1 o tmm 145
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.