Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 35
í Manítóba
hans. Þegar dyrnar höfðu loka2t á eftir honum, hermdi Valdi eftir rödd
Elliots og sagði: „Hann ætlar að leggja á morgun. Það er að segja,“ bætti
hann við háðslega, „ef hann verður ekki of upptekinn við að snúast fyrir
þíg-“
Næsm fjóra dagana voru vinnumennirnir önnum kafnir að greiða netin
og verka úr þeim sólfiskinn. Það hafði hlýnað óvanalega mikið og við
það hvarf allur fiskur. Menn komu tómhentir að dag eftir dag, allir nema
Elliot. Hann hélt áfram að fá fisk, stundum allt að hálfum kassa á net.
Oánægjan yfir sólfiskinum breyttist í beiskju og óvild.
Eitt kvöldið þegar Elliot var farinn eftir að hafa fengið tóbaksbréf og
lyklahringju, sagði Haraldur við þá hina:
„Vitið þið hvað hann gerir við þetta dót? Eg horfði á hann í kíkinum
mínum.“ Hann herpti saman þunnar varirnar og skaut fram hökunni.
„Hann fleygir því í vatnið. Það er það sem hann gerir.“ Þegar hann sá
vantrúarsvip þeirra varð hann reiður og skrækróma: „Eg er að segja ykkur
satt. Eg sá hann. Hann situr frammi í stafni og horfir niður í vatnið. Síðan
fleygir hann því, sem hann er með, í vatnið og stráir svo tóbakinu yfir
á eftir. Ef þið trúið mér ekki, segið mér þá til hvers hann notar tóbak,
sem hann reykir ekki.“ Hann veifaði fingrinum framan í þá. „Hafið þið
séð hann reykja? Ha?“
„Hvað um það?“ spurði Valdi. „Hann veiðir fisk, er það ekki? Þið
ættuð kannski að reyna það?“
„Það er nú fleira, sem hann veiðir,“ hreytti Haraldur út úr sér. Fiski-
leysi dag eftir dag hafði gert hann uppstökkan og úrillan, og honum sárn-
aði athugasemd Valda. „Hann er þegar kominn með meira en launin.
Hann setti aldeilis í feitt þegar hann fékk þig til að ráða sig upp á hlut.
I hvert skipti sem hann dregur fisk úr vatninu þá tapar þú peningum.“
Hann hló illkvittnislega. „Eg hélt ekki ég ætti eftir að sjá Indíána snúa á
Valda Guðmundsson.“ Aður en Valda gæfist færi á að svara var Haraldur
rokinn á dyr.
Valdi fylltist örvæntingu. Það sveið undan orðum Haralds, sérstaklega
vegna þess, að Valdi hafði sjálfur verið að hugsa um það sama.
Aður en hann fékk hjartakastið hafði hann dregið að landi tvöfalt á við
hvern af vinnumönnum sínum. En núna varð hann viðþolslaus af kvölum
við minnstu áreynslu.
„Mig langar til að reka þennan Indíána,“ sagði hann við Rúnu. Hann
skotraði til hennar augunum til að sjá hvernig henni yrði við þessi orð.
1 o tmm
145