Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 44
Þuríður Kvaran
Þrotabú mannlegrar reynslu
Hvad indad tabes md udad vindes
„Eyvindur hét hann og hann grét, þegar hann fæddist.“ Þessi upphafsorð
sögunnar Kátur piltur eftir Björnson eru jólaguðspjall hvers einasta manns,
sem fæðist lifandi í þennan heim. Flestir læsir Islendingar kannast við
þessi innilegu og einföldu orð hins norska skáldkonungs, en sjálfsagt hafa
fáir leitt hugann að því, hvílík ástarjátning til lífsins liggur að baki þeim.
Fyrsm viðbrögð mannlegrar tilveru eftir aðskilnað frá móður eru grát-
ur, og ef nýburði þóknast ekki að heilsa með þeim hljóðum, hamast öll
fæðingarhjálpin við að flengja þau út úr honum. Ymsir lærðir og leikir
hafa velt því fyrir sér, hvernig beri að túlka þessi frumviðbrögð mannsins
við tilverunni, en ekki er mér kunnugt um, að nokkur ein skýring sé tæm-
andi í þeim efnum. Er það lausnaróp, heróp, heimþrá? Eða túlka þessi
fylgihljóð ástandsbreytingarinnar eitthvað enn annað, sem ekki hefur verið
tekið til greina af skiljanlegum ástæðum? - Að líffræðilegum orsökum
frátöldum, vitum við ekki með sanni, hvers vegna barnið grætur við inn-
göngu sína í mannlegt samfélag, enda þótt rökin fyrir sambærilegri hegð-
un séu auðfundin, þegar á líður ævina. En hvað sem öllum skýringum á
fyrirbærinu líður, er eitt þó ljóst, — gráturinn á sitt erindi inn í mann-
heima. Hann er frumstefið i hinni síendurteknu þrístefja tilveru mannsins,
sem er - grátur, neyzla, gleði. Þessar þurftir, sem opinberast í svo mikilli
fábreytni og einfaldleik í frumbernsku hvers manns, vaxa ekki frá honum
á síðari þroskaferli hans, en geta hins vegar gert vart við sig í öðrum
myndum en beinum gráti, næringartöku eða ánægjubrosi sem andsvari við
líkamlegri notasæld.
Við getum sagt, að hver sé tónsmiður sinnar tilveru, þar sem hið þrí-
eina stef er gefið, og hverjum í sjálfsvald sett að vinna úr því þau til-
brigði, sem hann hefur skyn og næmi til og finnst bezt hæfa sinni örlaga-
154