Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 55
Aíálfríður Einarsdóttir
Tvö þýdd ljóð
ALDREI VISNA MÍN BLÓM
Aldrei visna mín blóm, aldrei þagna mín stef,
og ég syng þau og syng allan guðslangan daginn.
Megi lögin mín blómgast, svo mæli ég við mig,
þessi angandi blóm, þessi áfengu blóm,
og ég ölvast og ölvast við kraft þeirra og kynngi.
Komið heil, komið sæl, komi Ijós, komi líf!
Sjá þúsundir blóma sem blómknýti af gleði,
og þau sveiflast og svífa og vaggast og vindast.
Heyr trumburnar ymja sitt ákall í dans,
og brjóstið er litað af blómstranna ölvun.
Ég er söngvari, nú er mér glaðara en glatt,
en söngblómin visna í djúpi míns hjarta.
Ég finn hvernig sumarregn söngvanna nálgast,
og veit ég mun eitt sinn þeim sveipaður síðast.
Og blómin mín vindast um vefstrengi hjartans.
Allt vald er þeim gefið - og grátur er nær,
því ég veit það mun þagna, minn heiður og hrós
af blómum og söngvum, þeim heilindum hjartans.
Mitt hjarta skal vindast um blómanna blíðskap
og virðingu og vald!
Nezahuacoyotl konungur (1401-1471).