Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 57
J.-M. Chauvier
Solsénítsín - pólitískt mat
Síðari hluti
III
Siðferðisleg fordæming Solsénítsíns á ofbeldi beinist ljóslega að ákveð-
inni tegund ofbeldis — því ofbeldi, sem framið er fyrir opnum tjöldum
og réttlætt er með skírskotun til einhverrar hugmyndafræði. Að mati
Solsénítsíns eru bæði ofbeldisbeiting og þau ráð, sem gegn henni duga, af
siðferðislegum toga, og skiptir þá engu, hvort einhver hugmyndafræði
er með í spilinu eða ekki. Sama máli gegnir um stéttabaráttuna. Marxistar
hafa byggt hugmyndafræði sína á henni, en er andstæðingum marxista
það minna kappsmál að skapa aðra hugmyndafræði? I þessu felst vandinn.
Hver er kenning Solsénítsíns um ógnaröld Stalínstímanna? I lenínism-
anum fólst vísir að henni, og í október 1917 varð hún óumflýjanleg. Ogn-
aröldina ber því ekki að rekja til Stalíns, heldur leiddi hana rökrétt og ó-
rofið af hugmyndafræði byltingarinnar.
Enginn skortur er á röksemdum fyrir þessari kenningu. A vikunum
eftir októberbyltinguna leystu bolsévíkar upp löggjafarþingið, bönnuðu
kadettaflokkinn og tóku fasta verkfallsnefnd skrifstofufólks. Ollum vopn-
um var beitt gegn andbyltingaröflunum, en bráðlega einnig gegn „stjórn-
leysi“, „ofdrykkjumönnum og rónum“, prenturum í Petrograd, landeig-
endum, prestum og munkum, meðlimum trúarlegra safnaða, friðarsinnum
þeim, sem aðhylltust kenningar Tolstojs, kristnum mönnum, sem störf-
uðu í fyrsm landbúnaðarkommúnunum, þar sem alger kommúnismi ríkti
— í stuttu máli, gegn öllu því, sem hindrað gat alræði Flokksins. Lenín
kvað á um, að öll „meindýr“ skyldu upprætt í Rússlandi. Og Solsénítsín
tekur saman hinar mörgu málsgreinar úr ritum leiðtoga Sovétveldisins ný-
stofnaða, þar sem hvatt er til mismununar, grimmdar og f jöldaaftakna.
„Hreinsanirnar“ tóku á sig nýjan blæ. Tséka, sem var sérleg nefnd til
baráttu gegn skemmdarverkum og andbylringarstarfsemi, varð fyrsta
167