Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 69
Solsénítsín - pólitískt mat
innar frá febrúar 1917 og síðar. Lenín var hvatamaður þeirra, (aðrir
bolsévíkar kusu fremur, að ríkið stjórnaði), og sovétveldið kom smám
saman skipulagi á þessi völd. Þessi „yfirráð" fela í sér, að það var ekki til-
gangur byltingarstjórnarinnar að ná allri framleiðslu undir sig samstund-
is. Hér var einungis um það að ræða, að verkamenn hefðu aðaleftirlit og
pólitískt neitunarvald. I veg fyrir þá áætlun kom ósk fjöldans um sjálfs-
forræði og einkum þó ósamvinnuþýðni atvinnurekenda og skemmdarverk
þeirra. „Yfirráð“ verkamanna breyttust smám saman í sameiginlegt eignar-
hald, en smndum tóku verkamenn öll völd á vinnustað að eigin frumkvæði.
Það var því naumast tímabært, þegar á daginn kom, að Sovétlýðveldið
varð strax í upphafi sumars 1918 að taka á sig yfirstjórnun á stórum
hluta rússnesks iðnaðar. Það er ekki síður afskræming staðreynda, þegar
Heller kennir yfirráðum verkamanna um efnahagskreppuna, sem þá skall
á í Rússlandi. Stjórnleysi, skormr á öflugu miðstjórnarvaldi skipti að vísu
máli, en úrslimm réð stríðið, hráefna- og eldsneytisskormrinn og skemmd-
arverk borgarastéttarinnar. Tilraunin með stjórn verkamanna olli vonbrigð-
um, og í stað hennar kom ríkisstjórnun á fyrirtækjum. En fyrirtækjastjórn-
un verkamanna var engu að síður skóli, sem brautskráði nokkurn fjölda
skipuleggjenda. Og þar fékk mikill fjöldi fólks að kynnast ósviknu frelsi,
eins og í sovétunum, sem höfðu völd um allt Rússland um nokkurra
mánaða skeið.
Að þessu verður að gæta, þegar meta skal fullyrðingar um að bylting-
una hafi skort félagslegan grandvöll. Annars vegar rýrnaði grundvöllur
hennar tvímælalaust í borgarastríðinu. Ur bardögum þess kom öreiga-
stéttin þorrin að kröfmm, og óstandið í efnahagsmálum olli óánægju meðal
bænda og verkamanna, sem Rauði herinn og Tséka gáfu skjót svör við
(t.d. við Kronstadt). Oreigastéttin fór í upplausn, eins og Lenín getur um,
og sovétin töpuðu myndugleika sínunj. Og þótt bolsévíkar ynnu hernað-
arlegan sigur, biðu þeir jafnframt pólitískan ósigur. Flokkurinn hafði
glatað trausti fjöldans og stjórnaði nú Rússlandi, hvað sem fjöldinn sagði,
jafnvel þvert ofan í vilja hans.
En hvernig ber okkur á hinn bóginn að skilja þennan sigur yfir hvít-
liðum, sem fékkst þrátt fyrir harðsnúna andstöðu alls hins borgaralega
heims og þrátt fyrir að allt hefði virzt ramba á barmi glötunar? Hvernig
gat byltingin, sem skorti „félagslegan grundvöll“ snúið slíkum feigðar-
dómi? Jafnopinskár fjandmaður byltingar bolsévíka og sagnfræðingurinn
Adam B. Ulam telur það ekki fullnægjandi svar að benda til þess, að hvít-
179