Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 72
Tímarit Mdls og menningar sem sagnfræðingum eins og Medvedev — og auðvitað Solsénítsín — hættir til að fjalla um án þess að gefa gaum að félagslegu samhengi hennar. Gömlu arðránsstéttirnar höfðu loks stlveg horfið af sjónarsviðinu, ný ör- eigastétt hafði mótazt, og bændur höfðu annaðhvort bætzt í hóp öreig- anna (þeir, sem unnu á ríkisbúum) eða tekið upp samyrkjubúskap. Hin nýja lagskipting þjóðfélagsins, sem af þessu leiddi, var félagsleg forsenda stalínismans (miklu fremur en kerfisbákn bolsévíkaflokksins og leifar gömlu yfirráðastéttanna). Hér ber einnig að taka með í reikninginn þá mikilvægu staðreynd, að menntun var stóraukin, engir voru lengur ólæsir og óskrifandi, unninn var bugur á hættulegum sjúkdómum o.s.frv. o.s.frv. Hvernig er hægt að loka augunum fyrir svo tröllauknum framfaraskrefum í landi formyrkvaðra kotbænda, þessari byltingu í félagslegum og menn- ingarlegum efnum, sem umhverfði öllum félagsháttum rússneska keisara- veldisins, jafnaði kjör manna og gerði þjóðina færa um að veita erlendri ásælni viðnám (eins og bezt kom á daginn á árunum 1941—45)? Um það er engum blöðum að fletta, að saga Sovétþjóðfélagsins er annað og meira en saga „fangabúðaveraldar", og einkennum þessa þjóðfélags í dag verður ekki heldur lýst með hnýfilyrðum Andréj Sakharovs, sem talar um „risavaxnar allsherjarfangabúðir' Siðferðislegar vangaveltur skipa höfuðsess í ritum Solsénítsíns. Áherzl- an, sem lögð hefur verið á þau mál í sovézkum bókmenntum síðan tuttug- asta flokksþingið var háð, svarar til þess áfalls, sem ýmsar hugsjónir urðu fyrir, þegar flett var ofan af glæpum og blekkingum Stalínstímanna. En tvímælalaust á þetta sér einnig dýpri rætur. Endurskoðunarstefna og gagnrýni af siðferðislegum toga hleyptu nýju lífi í félagslegar umræður í Sovétríkjunum eftir 1956. Var þar ekki sízt um að ræða áhuga á marxisma og hugsjónum kommúnismans. Hér var ekki um tilviljun að ræða. „Alræði öreiganna“, „æðri (sögulegir) hagsmunir ör- eigastéttarinnar“, „stéttabarátta“, sem að stalínsku mati verður „harðari eftir því sem uppbyggingu sósíalismans miðar áfram“; „stéttarlegt" sið- ferði — öll þessi hugtök reyndust hafa verið notuð sem hugmyndafræði- leg réttlæting á einræði, fangabúðum og aftökum milljóna af þegnum þjóðfélagsins, þar á meðal mörgum kommúnistum. Ekki var þess að vænta, að neinn töframáttur gæti léð þessum hugtökum mátt til að afhjúpa þá blekkingu, sem höfð hafði verið í frammi. Það ber ekki að undra, þótt menn fengu megnustu vantrú á þeim, og reynt væri að endurheimta sósí- 182
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.