Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 80
Tímarit Máls og menningar
sókn sinni til Sovétríkjanna síðan 1922, og ber hann þessu vitni: „Við
höfum hvergi í veröldinni séð slíka ást á bókum og listum. Þótt sjónvörp
séu alls staðar, hafa allir bók meðferðis og lesa í skemmtigörðum, almenn-
ingsgörðum og í neðanjarðarlestinni. Þið ættuð að sjá, hvernig þeir geta
hlustað á tónlist.... Slík virðing og ást til menningarinnar er furðuleg og
engu öðru lík.“ Og framfarirnar á sviði menntamála, aðferðirnar við að
styrkja og þjálfa verkalýðinn, nýir starfshættir í borgunum, breyting sveita-
lífsins til nútímalegra horfs á síðasta áratug — allt þetta hefur laðað fram
nýja siði og nýjar þarfir, sem ekki verður fram hjá gengið í alvarlegri at-
hugun á sovézku þjóðfélagi nútímans.
Þegar um er að ræða þá hópa menntamanna, sem mest láta sér annt
um siðferðisleg og pólitísk mál, verðum við einnig að taka með í reikn-
inginn þau sáru vonbrigði, sem það olli, þegar látið var af „afstalíníser-
ingu“, en þau vonbrigði komu skýrast fram á aprílþinginu 1968. Þá hófst
hugmyndafræðileg herferð innanlands og í ágúst sama ár var innrásin í
Tékkóslóvakíu gerð. Leynileg útgáfa á pólitískum ritum hófst ekki af
alvöru fyrr en 1964. Þá var „andstalínsk“ gagnrýni enn yfirleitt sett fram
innan þess ramma, sem 20. og 22. þing kommúnistaflokksins höfðu sett.
En síðar, og einkum eftir 1968, var mikill fjöldi öfgakenndra og hrein-
ræktaðra andkommúnistarita í umferð. Ekki varð hjá því komizt, að ágæti
Leníns og bolsévíka yrði dregið í efa, eftir því sem umræðurnar þróuðust.
Gagnrýni sumra varð kerfisbundið niðurrif á öllu, sem stjórnvöldin mám
einhvers, og varð raunar varla hjá slíku komizt. Hugsun Solsénítsíns
var þannig í samræmi við hugmyndalega hreyfingu, sem ekki takmark-
aðist við hann einan.
Var þessi hreyfing afmrhaldsfyrirbæri? Slík spurning miðar eflaust „við
okkar heim, okkar þjóðfélag“, eins og Pierre Daix segir. Það skiptir gamla
bolsévíka, anarkista og kristna menn, sem deilt hafa kjörum í fangabúðum
Stalíns, öllu minna máli, hver munur er á þeim innbyrðis, miðað við allt
það, sem skilur þá frá þeim, sem áður pynduðu þá og fangelsuðu. Komm-
únistarithöfundurinn Alexander Tvardovskíj, sagnfræðingurinn Roy Med-
vedev (sem fyrir skömmu var enn meðlimur kommúnistaflokksins), og jafn-
vel Grígorénko hershöfðingi, sem er vel kunnur fyrir hinn róttæka „ný-
bolsévisma" sinn, standa allir nær „afturhaldsmanninum“ Solsénítsín
miðað við hið pólitíska litróf Sovétríkjanna, en hinum „framsæknu öflum“
í stjórn flokksins og KGB. Það er erfitt að skipa þessum andspyrnuhreyf-
ingum niður eftir þeim mælikvarða á „hægri“ og „vinstri“, sem við beit-
190