Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 81
Solsénítsín - pólitískt mat
um á Vesturlöndum. Meginhugðarefni þeirra, baráttan fyrir hugsana- og
tjáningarfrelsi, fer ekki eftir skilum heimspekikerfa. Þau eru þó engu að
síður til og eru að koma betur í Ijós. Það er umhverfis tvo eða þrjá hug-
myndafræðilega miðdepla — frjálslynda vesturlandastefnu, kristindóm með
blæ Rússlandsdýrkunar, sósíalisma, - að nú er afmr að vakna andlegt líf,
sem var bælt niður, en aldrei drepið á meira en fjórum áratugum eintrján-
ingsstefnu.
Sá „marxismi“, sem Solsénítsín ræðst á af svo mikilli hörku og kallar
„hagfræðilega vélrænu“, er augljóslega marx-lenínismi í þeirri rýrðu mynd,
sem stjórnvöldin leggja blessun sína yfir og boða, og hefur auk þess verið
numinn úr tengslum við annan lifandi marxisma í hálfa öld. I landi, þar
sem rit Rósu Luxemburg em enn á svörtum lista, gemr varla verið um það
að ræða, að út komi rit manna eins og Lukács, Gramsci, Lefebvre, Marcuse,
Mandel, Gorz o. s. frv. Svo vesæll er marxisminn orðinn í Sovétríkjunum,
að ekki er lengur um neina þróun hans að ræða, og hann megnar ekki
heldur að takast á við önnur hugmyndakerfi og stefnur, sem fram hafa
lcomið í vestrænni menningu á síðastliðnum fimmtíu árum í félagsfræði,
hagfræði, sálfræði, sálgreiningu o. s. frv.
Þessi vesöld félagslegrar hugsunar og hins opinbera marxisma (eða ein-
faldlega þess, sem þessir menn vita um marxisma), hlýmr að endurspeglast
í hugmyndum andspyrnumanna. Borið saman við þá menningarlegu grósku,
sem fylgdi í kjölfar hinnar sósíölsku nýsköpunar í Tékkóslóvakíu, hlýmr
sá blær siðaprédikunar, sem einkennir gagnrýnina í Sovétríkjunum, að
valda vonbrigðum. En hann stafar af mjög sérstakri reynslu, og er líklega
nauðsynlegur þátmr í þeirri viðleitni að fá menn til að vakna til meðvit-
undar.
En hvað sem því líður, mun pólitísk hugsun Solsénítsíns ekki aftra okkur
frá að veita marxismanum tækifæri, þegar hugað er að hlutverkinu, sem
hann hlýtur að gegna í því gagnrýna endurmati á þjóðfélagi Sovétríkj-
anna, sem sovézkir marxistar munu vinna að. Líklega átti það að vera
fyndni, þegar Níkíta Strúve, útgefandi Gúlag-eyjaklasans, fullvissaði okk-
ur um það í dagblaði í Bmxelles, að Solsénítsín hefði veitt marx-lenínism-
anum „því sem næst rothögg".
Hafi þessi fullyrðing ekki átt að vera brandari, hljómm við að efast um
skarpskyggni mannsins, sem setti hana fram, en engu að síður segir hún
okkur margt um eina hlið þeirrar áróðursherferðar, sem gert hefur sér
Solsénítsín að leikfangi. Vesmrlönd ásmnda nú að komast í nánari sam-
191