Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 82
Tímarit Máls og menningar
skipti við Sovétríkin. En fjandsemi við Sovétríkin á ekki aðeins rætur að
rekja til drauma þeirra manna, sem óska þess, að kalda stríðið taki ekki
enda. Hún á einnig rætur að rekja til díalektíkur þessa nánara samstarfs
stórveldanna, því samvinna á ýmsum sviðum breytir ekki þeirri staðreynd,
að hér er um að ræða þjóðfélagskerfi, sem eru fjandsamleg í eðli sínu. En
það er framar öðru fjandsemin við sósíalisma og marxisma, sem getur gefið
okkur skýringu á því, hvers vegna ýmis rit eru oft nýtt með allt að því
vitfirringslegum hætti.
Vinstri menn á Vesturlöndum ljá enn höggstaðar á sér í þessu máli,
einkum þó kommúnistaflokkarnir. Hér hef ég ekki aðeins í huga heimsku-
leg viðbrögð manna eins og Georges Marchais eða virka þátttöku ýmissa
kommúnistadagblaða (aðallega í Austurríki og Frakklandi) í herferðinni
gegn Solsénítsín í sambandi við Vlasov-málið. Þrálátrar þröngsýni gætir
einnig í viðbrögðum þeirra frjálslyndustu - og er þó ekki nema gott eitt
um það að segja, að þau komi fram. Þannig verður fólk hneykslað, þegar
það fréttir, að Solsénítsín sé ekki sósíalisti, en telur þó jafnframt, að „sov-
ézku félagarnir“ hefðu átt að gefa út rit hans til að geta gagnrýnt þau
betur.
Slík þröngsýni er aðeins hugsanleg, ef fjallað er um „Solsénítsínmálið'‘
án tillits til þeirra pólitísku og sögulegu kringumstæðna, sem það er sprott-
ið úr. Séu þær rannsakaðar, hljótum við að sjá, að andsósíalismi er vel
hugsanlegur meðal sovézkra menntamanna árið 1974, og að „frjálsar um-
ræður“ um Solsénítsín í Sovétríkjunum eru kostur, sem leiðtogar þeirra
eiga ekki völ á innan ramma núverandi stjórnháttar í landinu. Að minnsta
kosti getur vitnisburður Solsénítsíns og „mál“ það, sem illu heilli er af
honum sprottið, minnt vinstri menn á Vesturlöndum á verkefni, sem ef-
laust eiga eftir að verða enn brýnni: gagnrýna, marxiska athugun á reynslu
Sovétríkjanna, gagnrýna umhugsun um tengsl (og að því er kommúnista-
flokkana varðar, fjötra) verklýðshreyfingarinnar við stjórn Sovétríkjanna
og þörfina á því, að leggja „brýr“ milli framsækinna hreyfinga austan og
vestan járntjalds, - að taka upp afmr umræður, sem of lengi hafa legið
niðri, og alvarlegur misskilningur hefur tvímælalaust spillt fyrir.
Jón Gunnarsson þýddi.
192