Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 82
Tímarit Máls og menningar skipti við Sovétríkin. En fjandsemi við Sovétríkin á ekki aðeins rætur að rekja til drauma þeirra manna, sem óska þess, að kalda stríðið taki ekki enda. Hún á einnig rætur að rekja til díalektíkur þessa nánara samstarfs stórveldanna, því samvinna á ýmsum sviðum breytir ekki þeirri staðreynd, að hér er um að ræða þjóðfélagskerfi, sem eru fjandsamleg í eðli sínu. En það er framar öðru fjandsemin við sósíalisma og marxisma, sem getur gefið okkur skýringu á því, hvers vegna ýmis rit eru oft nýtt með allt að því vitfirringslegum hætti. Vinstri menn á Vesturlöndum ljá enn höggstaðar á sér í þessu máli, einkum þó kommúnistaflokkarnir. Hér hef ég ekki aðeins í huga heimsku- leg viðbrögð manna eins og Georges Marchais eða virka þátttöku ýmissa kommúnistadagblaða (aðallega í Austurríki og Frakklandi) í herferðinni gegn Solsénítsín í sambandi við Vlasov-málið. Þrálátrar þröngsýni gætir einnig í viðbrögðum þeirra frjálslyndustu - og er þó ekki nema gott eitt um það að segja, að þau komi fram. Þannig verður fólk hneykslað, þegar það fréttir, að Solsénítsín sé ekki sósíalisti, en telur þó jafnframt, að „sov- ézku félagarnir“ hefðu átt að gefa út rit hans til að geta gagnrýnt þau betur. Slík þröngsýni er aðeins hugsanleg, ef fjallað er um „Solsénítsínmálið'‘ án tillits til þeirra pólitísku og sögulegu kringumstæðna, sem það er sprott- ið úr. Séu þær rannsakaðar, hljótum við að sjá, að andsósíalismi er vel hugsanlegur meðal sovézkra menntamanna árið 1974, og að „frjálsar um- ræður“ um Solsénítsín í Sovétríkjunum eru kostur, sem leiðtogar þeirra eiga ekki völ á innan ramma núverandi stjórnháttar í landinu. Að minnsta kosti getur vitnisburður Solsénítsíns og „mál“ það, sem illu heilli er af honum sprottið, minnt vinstri menn á Vesturlöndum á verkefni, sem ef- laust eiga eftir að verða enn brýnni: gagnrýna, marxiska athugun á reynslu Sovétríkjanna, gagnrýna umhugsun um tengsl (og að því er kommúnista- flokkana varðar, fjötra) verklýðshreyfingarinnar við stjórn Sovétríkjanna og þörfina á því, að leggja „brýr“ milli framsækinna hreyfinga austan og vestan járntjalds, - að taka upp afmr umræður, sem of lengi hafa legið niðri, og alvarlegur misskilningur hefur tvímælalaust spillt fyrir. Jón Gunnarsson þýddi. 192
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.