Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Qupperneq 86
Tímarit Máls og menningar
Ráðherra skipar rannsóknarnefnd
Lengi höfðu verið miklir fáleikar með Tryggva Gunnarssyni bankastjóra
og Birni ráðherra Jónssyni. Voru þeir fyrst og fremst sprottnir af metnaði
og ráðríki þessara manna sem og af ágreiningi þeirra um ýmisleg landsmál,
einkum eptir að hin svonefnda Valtýska kom til skjalanna. Höfðu menn
þessir áður verið einkar góðir vinir og svo var enn fyrstu árin eptir að
Tryggvi Gunnarsson fluttist sem bankastjóri til Reykjavíkur. Er svo sagt
að Tryggvi hafi á Hafnarárum sínum, er hagur hans stóð með sem mest-
um blóma, styrkt Björn Jónsson, sem þá átti erfitt uppdráttar í Kaup-
mannahöfn, af mikilli rausn. En vart munu eins mikil brögð hafa verið að
því og orð er á gert af vinum Tryggva og sízt mun hann eptir meiri en
20 ára þekkingu minni á honum hafa gert það af jafn einskærri ósjer-
plægni og góðvilja og mælt er.
Hinn 26. apríl 1909 skipaði Björn Jónsson 3 manna nefnd til þess að
rannsaka allan hag Landsbankans. Ekki er mönnum fullkunnugt um, hvort
ráðstöfun þessi hefir verið runnin frá Birni kaupm. Kristjánssyni eða ráðh.
og þá sennilega átt rót sína að rekja til þess, að hann hefir viljað ná alger-
lega á sitt vald hinu forna og ramma virki heimastjórnarmanna, Lands-
bankanum, og jafnframt hefna sín á fornvini sínum, sem hafði um nokkur
undanfarin ár verið honum örðugur ljár í þúfu og á stundum beitt pen-
ingavaldi sínu og áhrifum þeim, sem hann hafði á systurson sinn, fyrver-
andi ráðherra Hannes Hafstein, til þess að gera Birni margan óleik; en
Björn Jónsson hins vegar neytt allra bragða til þess að smána þá frændur í
blaði sínu, Isafold, hvort heldur þeir höfðu nokkuð til þess unnið eða ekki.
Björn fór allt of geyst af stað við skipun rannsóknarnefndarinnar. Hvort
heldur heipt hans og hatur hefir blásið honum því í brjóst eða fornir
hamrsmenn Tryggva og heimastjórnarmanna. Eru einkum þar til nefndir
af kunnugum mönnum þeir Björn Kristjánsson, er síðar varð bankastjóri,
Karl Einarsson sýslumaður í Vestmannaeyjum og Indriði skrifstofustjóri
Einarsson. Vera má og að ýmsar sögur sem ráðherra hafi borizt af bank-
anum og ýmsum gjörðum bankastjórnarinnar hafi heldur orðið til að æsa
hann en sefa.
En hvað um það. Það var að rasanda ráði gert að skipa rannsóknar-
nefndina þjóðkunnum mótstöðumönnum, að vjer ekki segjum fjandmönn-
um Tryggva, svo sem þeim Indriða Einarssyni og Karli Einarssyni. Þriðji
maðurinn, kand. Olafur Dan Daníelsson, var apmr á móti að sumu leyti
196