Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 93
Ráðherradagar Björns Jónssonar
nefnd til þess að flytja ráðherra vantraustsyfirlýsinguna og áskorunina um
að segja af sjer, en tillaga hans náði ekki fram að ganga fyrir hinum ákafari
nefndarmönnum, sem vildu láta hrópa ráðherra niður um leið.
Nefndarmönnum kom saman um að stefna til fjölmenns fundar í Fram
laugardaginn þ. 27. nóv. til undirbúnings undir mótmælafundinn; fór
fundurinn fram með mestu reglu á hinum tilsetta tíma og var þar saman
komið svo mikið fjölmenni, að ekki hefir verið haldinn þar jafnfjölmenn-
ur fundur í annan tíma. 42 nýir fjelagar bættust við og alls voru 413
manns á fundinum. L. H. Bjarnason var frummælandi, flutti hann snjallt
erindi og skörulegt og sparaði ekki að færa að ráðherra og þessari ráð-
stöfun hans. I sama streng tóku fleiri fundarmenn, einkum Eggert Claes-
sen, Jón Olafsson og Björn Olsen. Var þar samþykkt svolátandi tillaga,
sem Jón alþ. frá Múla eptir tilmælum miðstjórnar bar upp:
Fundurinn mótmælir aðförum Björns Jónssonar ráðherra gagnvart Landsbank-
anum og landsbankastjórninni, telur atferli hans ófyrirleitna misbeiting á valdi
inn á við, óþolandi lítilsvirðing á sæmd og hagsmunum Islands út á við og tal-
andi vott um það, að honum sje ekki trúandi fyrir embætti því, sem hann hefir
á hendi.
Þess vegna krefst fundurinn þess, að hann leggi þegar niður ráðherraembættið.
Tillagan var samþykkt í einu hljóði af öllum fundarmönnum, aðeins einn
(Jón landsbókavörður Jakobsson) rjetti ekki upp höndina.
[Fyrir fundinn átti miðstjórn Heimastjórnarflokksins fund með sjer hjá
Þorleifi H. Bjarnason Laufásveg 9. Kom nefndarmönnum saman um að
halda fjölmennan mótmælafund gegn aðgerðum ráðherra sunnudaginn 28.
nóv. Skyldi mönnum stefnt saman á Lækjartorgi kl. 2.50. Þar skyldi verk-
fræðingur Kn. Zimsen tala nokkur orð til fjöldans og bera upp fundar-
samþykkt; síðan skyldi mannfjöldinn halda suður að húsi ráðherra og birta
honum mótmæli sín fyrir munn Jóns alþ. frá Múla og hrópa síðan ráð-
herra niður. A fundinum var og samið símskeyti frá Tryggva bankastjóra
til Gluckstadt aðalforstjóra Landmandsbankans og það síðan afgreitt. Var
það fyrirspurn um verðbrjef þau sem bankinn ætti hjá Landmandsbank-
anum. Símskeytið var svohljóðandi:
Geheimestatsraad Gliickstadt Köbenhavn. Ministeren paastaar Löbeseddel alle
Landsb. i Landmandsbanken beroende Hypothekoblig. og Værdipapirer haand-
pantsatte til Banken og Reservefondet saaledes utilstrækkel. sikret. Erklæring fra
203