Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 93
Ráðherradagar Björns Jónssonar nefnd til þess að flytja ráðherra vantraustsyfirlýsinguna og áskorunina um að segja af sjer, en tillaga hans náði ekki fram að ganga fyrir hinum ákafari nefndarmönnum, sem vildu láta hrópa ráðherra niður um leið. Nefndarmönnum kom saman um að stefna til fjölmenns fundar í Fram laugardaginn þ. 27. nóv. til undirbúnings undir mótmælafundinn; fór fundurinn fram með mestu reglu á hinum tilsetta tíma og var þar saman komið svo mikið fjölmenni, að ekki hefir verið haldinn þar jafnfjölmenn- ur fundur í annan tíma. 42 nýir fjelagar bættust við og alls voru 413 manns á fundinum. L. H. Bjarnason var frummælandi, flutti hann snjallt erindi og skörulegt og sparaði ekki að færa að ráðherra og þessari ráð- stöfun hans. I sama streng tóku fleiri fundarmenn, einkum Eggert Claes- sen, Jón Olafsson og Björn Olsen. Var þar samþykkt svolátandi tillaga, sem Jón alþ. frá Múla eptir tilmælum miðstjórnar bar upp: Fundurinn mótmælir aðförum Björns Jónssonar ráðherra gagnvart Landsbank- anum og landsbankastjórninni, telur atferli hans ófyrirleitna misbeiting á valdi inn á við, óþolandi lítilsvirðing á sæmd og hagsmunum Islands út á við og tal- andi vott um það, að honum sje ekki trúandi fyrir embætti því, sem hann hefir á hendi. Þess vegna krefst fundurinn þess, að hann leggi þegar niður ráðherraembættið. Tillagan var samþykkt í einu hljóði af öllum fundarmönnum, aðeins einn (Jón landsbókavörður Jakobsson) rjetti ekki upp höndina. [Fyrir fundinn átti miðstjórn Heimastjórnarflokksins fund með sjer hjá Þorleifi H. Bjarnason Laufásveg 9. Kom nefndarmönnum saman um að halda fjölmennan mótmælafund gegn aðgerðum ráðherra sunnudaginn 28. nóv. Skyldi mönnum stefnt saman á Lækjartorgi kl. 2.50. Þar skyldi verk- fræðingur Kn. Zimsen tala nokkur orð til fjöldans og bera upp fundar- samþykkt; síðan skyldi mannfjöldinn halda suður að húsi ráðherra og birta honum mótmæli sín fyrir munn Jóns alþ. frá Múla og hrópa síðan ráð- herra niður. A fundinum var og samið símskeyti frá Tryggva bankastjóra til Gluckstadt aðalforstjóra Landmandsbankans og það síðan afgreitt. Var það fyrirspurn um verðbrjef þau sem bankinn ætti hjá Landmandsbank- anum. Símskeytið var svohljóðandi: Geheimestatsraad Gliickstadt Köbenhavn. Ministeren paastaar Löbeseddel alle Landsb. i Landmandsbanken beroende Hypothekoblig. og Værdipapirer haand- pantsatte til Banken og Reservefondet saaledes utilstrækkel. sikret. Erklæring fra 203
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.