Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 101
Ráðherradagar Björns Jónssonar
fregnina, að því er Jón sagði, hálfum mánuði fyr, en hann hefði annars
getað fengið hana með pósti. Hannes Hafstein gat þess þá, að Kristján
Jónsson hefði verið primus motor að Skurðsmálinu. Hefði hann sem settur
amtmaður bent Magnúsi landshöfðingja Stephensen á, að Skúli hefði gert
sig sekan í ýmsum misferlum í því máli. Þá gat og Þorleifur H. Bjarna-
son þess, að Jón Vídalín hefði opt vikið að því, að eitthvert hið versta
verk, sem hann hefði unnið, væri það, er hann útvegaði Skúla Thoroddsen
hæstarjettarmálaflutningsmann Rée til þess að flytja mál hans og galt hon-
um fyrir hönd Skúla 2000 kr. Jón í Múla tók undir það og kvað Jón Vída-
lín hafa tekið í sama strenginn í sín eyru.
ló. des. kl. 9 var miðstjórnarfundur haldinn hjá Hannesi Hafstein. Var
þar enn hreyft, að þingmenn minni hlutans skyldu eiga málaumleitan við
Skúla Thoroddsen um samtök við nokkra meirihlutaþingmenn til þess að
koma Birni ráðh. Jónssyni frá og styðja Skúla með vissum skilyrðum til
ráðherratignar. Hannes Hafstein, L. H. Bjarnason og Þorleifur H. Bjarna-
son voru því mótfallnir að semja nokkuð við Skúla að svo komnu, og var
svo málinu frestað um óákveðinn tíma, enda var Jón frá Múla nú minna
fýsandi þess en á þriðjudagsfundinum, en Jón Olafsson var sjúkur. Jón í
Múla gat þess, að hann hefði átt talsímaviðræðu við áreiðanlegan mann
í Norðurlandi, er hefði tjáð sjer, að Olafur Briem umboðsmaður á Alf-
geirsvöllum hefði boðað 2 fulltrúa úr hverri sveit í Skagafirði til fundar
á Sauðárkróki 8. jan. 1910 til þess að ræða um, hvað gera skyldi í banka-
málinu og mundi það vera ætlun hans og Jósefs, hins þingmannsins, að
skora á Björn að stofna til aukaþings eða segja af sjer. Þorleifur H. Bjarna-
son gat þess eptir áreiðanlegu talsímaskeyti frá Davíð Þorsteinssyni frá
Arnbjargarlæk, er var þá staddur í Norðtungu, að Mýrasýslumenn og
Borgfirðingar hjeldu enn kyrru fyrir og mundu ekki hafast neitt að í
bankamálinu fyr en um hátíðarnar.
Á fundinum var og tilrætt um landsdóminn og skipun hans og hve litlar
líkur væri til að ráðherra yrði nokkru sinni dæmdur af honum. Kvað Lárus
H. Bjarnason hinu upphaflega frumvarpi hafa verið spillt með aðgerðum
þingsins í því máli 1905. Hannes Hafstein andæfði því lítið eitt og gaf
í skyn, að hann hefði verið riðinn við samningu landsdómslaganna 1903
og eignaði sjer tillögu um fyrirkomulagið á skipun hans.1 En Lárus ljet
1 Ráðherraábyrgðarlögin hefur H.H. aldrei eignað sjer, og landsdómslögin 1903
heldur ekki við LHB, enda á vitorði beggja nefnda að LHB átti bæði þó að hann
byði H. H. að vera 1. flutningsm. að landsdómsfrumvarpinu. (LHB).
211