Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Blaðsíða 103
Ráðherradagar Björns ]ónssonar
eða alveg rangfærðum. Biðum allir nefndarálitsins frá bankarannsóknarnefndinni.
Það kemur mjög bráðlega.
Rvík 6. des. 09
Ari Jónsson
alþm.
Björn Kristjánsson
alþm.
Magnús Blöndahl
alþm.
Benedikt Sveinsson
alþm.
Hannes Þorsteinsson
alþm.
Danskir bankamenn á ferðinni
Föstudaginn 24. des. e. h. kl. 1 sóttu hinir dönsku bankamenn, er Land-
mandsbankinn hafði sent hingað til að rannsaka hag Landsbankans, heim
fyrv. bankastjóra Tryggva Gunnarsson og báða hina fráviknu gæslustjóra,
er voru staddir hjá Tryggva. Þóttist Tryggvi verða litlu vísari við komu
þeirra. Þeir spurðu þá eitthvað um pantsetningu verðbrjefanna í Land-
mandsbanken og hjelt Kristján Jónsson fram sínum skilningi á því atriði,
sem hefur áður verið drepið á hjer að framan. Einnig kváðu þeir hag
bankans hafa versnað við það, að bankinn ber að nokkru leyti ábyrgð á
verðbrjefum þeim, er hann hefir gefið út, en að öðru leyti var lítið á þeim
að græða. Við annan mann gátu þeir þess, að þeir hefðu viðað að sjer
efni í skýrslu, meðan þeir dvöldu hjer; mundu þeir semja hana á útleið-
inni og afhenda hana Landmandsbanken, er þeir kæmu út. Mun skýrsla
sú verða birt í dönskum blöðum, ef Landmandsbankastjórninni sýnist svo.
Eptir brottför dönsku bankamannanna flutti Isafold í tbl. dags. 30. des.
1909 svolátandi yfirlýsingu frá þeim dags. 26. des. 1909 bæði á dönsku
og íslenzku.
Með því að okkur hefir borizt, að innihaldi einkasímskeyta frá okkur, er send
voru frá Reykjavík til Danmerkur, hefur verið ljóstrað upp og lögð í það vitlaus
merking, skulum við láta þess getið, að raunar höfum við sent símskeyti svolátandi:
„ágcetlega" en þau voru stíluð til og eingöngu ætluð fjölskyldu okkar hvors um
sig og áttu að eins við vellíðun okkar sjálfra.
Reykjavík 26. des. 1909
C. Christensen Chr. Jörgensen
bankastjórar.
í nefndu tölublaði ísafoldar er því dróttað að andstæðingaflokknum, að
213