Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 108
Tímarit Máls og menningar við málinu, og leitað álits bæði dómaranna í Landsyfirrjettinum, L. H. Bjarnasonar og fleiri. Um morguninn áður en fógetagjörðin fór fram benti L. H. Bjarnason fógeta á ummæli einhver í ritum Bangs og Nellemanns, sem virtust styðja þá skoðun, að mál þetta gæti komið fyrir fógetarjett sem og eitt fyrirdæmi, sem væri að nokkru leyti analogt þessu og prentað væri í dómasafni hæstarjettar, að mig minnir.1 Þá var honum og bent á það, að hæstirjettur mundi, ef hann fengi mál þetta til meðferðar, hrinda landsyfirrjettardóminum, en ekki fógetagjörðinni, og fjellst fógeti á það.2 Hannes Þorsteinsson, hinn setti gæslustjórinn, mætti hvorki í bankanum þ. 3. jan. nje heldur við fógetagerðina. Hafði hann á gamlárskvöld eða rjettara á gamlársdag sagt ráðherra það, að því er Hannes sjálfur sagði L. H. Bjarnason, að mjer viðstöddum, í talsíma, en Björn hefði sagt, að hann hefði það að engu og tæki ekki uppsögn hans gilda. Kvaðst Hannes enda áður hafa álitið, að ráðherragæslustjórarnir væru úr sögunni eptir 1. janúar 1910; en lögvitringar ráðherra munu á hinn bóginn hafa talið honum trú um, að úrskurður fógeta ónýttist undir eins og málinu væri áfrýjað og væri því að engu hafandi, - en Hannes Þorsteinsson vildi ekki gína við þeirri flugu —, enda fullyrti L. H. Bjarnason við hann í talsím- anum, að það væri fjarstæða.3 Um kvöldið kl. 7 var haldinn miðstjórnarfundur hjá L. H. Bjarnason og voru þeir Þorleifur H. Bjarnason og Þorst. Gíslason kvaddir þangað. Var þar samið svohljóðandi skeyti til Ritzaus Bureau og var það borið undir Kristján Jónsson í talsíma áður en það var afgreitt: Justitiarius Jonsson er ved en Fogedforretning i dag bleven indsat som althings- valgt kontrollerende Direktör i Landsbanken. Briem har endnu ikke begært Foged- ens Bistand. Reykjavík og Lögrjetta. Jóni alþ. frá Múla og Jóni Olafssyni falið að síma fregnina til kaupstað- anna. Þann 5. janúar fylgdist eg með Kristjáni Jónssyni úr Landsbankanum. Sagði hann mjer, að þegar hann hefði komið inn í bankastjórnarherbergið, hefðu þeir Ari Jónsson og Sveinn Björnsson verið þar í innra herberginu 1 LHB benti ei á fyrirdæmi. 2 LHB veit ekki um það. 3 LHB hefur strikað yfir síðustu setninguna og skrifað á spássíu: að stjkjörnir gæslustj. mætti ekki sitja eptir 1.1.1910. 218
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.