Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 108
Tímarit Máls og menningar
við málinu, og leitað álits bæði dómaranna í Landsyfirrjettinum, L. H.
Bjarnasonar og fleiri. Um morguninn áður en fógetagjörðin fór fram benti
L. H. Bjarnason fógeta á ummæli einhver í ritum Bangs og Nellemanns,
sem virtust styðja þá skoðun, að mál þetta gæti komið fyrir fógetarjett
sem og eitt fyrirdæmi, sem væri að nokkru leyti analogt þessu og prentað
væri í dómasafni hæstarjettar, að mig minnir.1 Þá var honum og bent á
það, að hæstirjettur mundi, ef hann fengi mál þetta til meðferðar, hrinda
landsyfirrjettardóminum, en ekki fógetagjörðinni, og fjellst fógeti á það.2
Hannes Þorsteinsson, hinn setti gæslustjórinn, mætti hvorki í bankanum
þ. 3. jan. nje heldur við fógetagerðina. Hafði hann á gamlárskvöld eða
rjettara á gamlársdag sagt ráðherra það, að því er Hannes sjálfur sagði
L. H. Bjarnason, að mjer viðstöddum, í talsíma, en Björn hefði sagt, að
hann hefði það að engu og tæki ekki uppsögn hans gilda. Kvaðst Hannes
enda áður hafa álitið, að ráðherragæslustjórarnir væru úr sögunni eptir 1.
janúar 1910; en lögvitringar ráðherra munu á hinn bóginn hafa talið
honum trú um, að úrskurður fógeta ónýttist undir eins og málinu væri
áfrýjað og væri því að engu hafandi, - en Hannes Þorsteinsson vildi ekki
gína við þeirri flugu —, enda fullyrti L. H. Bjarnason við hann í talsím-
anum, að það væri fjarstæða.3
Um kvöldið kl. 7 var haldinn miðstjórnarfundur hjá L. H. Bjarnason
og voru þeir Þorleifur H. Bjarnason og Þorst. Gíslason kvaddir þangað.
Var þar samið svohljóðandi skeyti til Ritzaus Bureau og var það borið
undir Kristján Jónsson í talsíma áður en það var afgreitt:
Justitiarius Jonsson er ved en Fogedforretning i dag bleven indsat som althings-
valgt kontrollerende Direktör i Landsbanken. Briem har endnu ikke begært Foged-
ens Bistand.
Reykjavík og Lögrjetta.
Jóni alþ. frá Múla og Jóni Olafssyni falið að síma fregnina til kaupstað-
anna.
Þann 5. janúar fylgdist eg með Kristjáni Jónssyni úr Landsbankanum.
Sagði hann mjer, að þegar hann hefði komið inn í bankastjórnarherbergið,
hefðu þeir Ari Jónsson og Sveinn Björnsson verið þar í innra herberginu
1 LHB benti ei á fyrirdæmi.
2 LHB veit ekki um það.
3 LHB hefur strikað yfir síðustu setninguna og skrifað á spássíu: að stjkjörnir
gæslustj. mætti ekki sitja eptir 1.1.1910.
218