Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 110
Tímarit Máls og menningar
Eg undirritaður var einn í förinni heim til ráðherra Sunnudaginn 28. Nóvember
f.á. Eigi skil eg að neinum geti blandast hugur um, að för sú var farin til að
flytja ráðherra vantraustsyfirlýsing,1 og engan heyrði eg láta ráðherra þar vel-
þóknun í ljós, utan þá menn, er stóðu í tröppum hans og á pallinum við hús hans.
Þetta vottorð er ég viðbúinn að staðfesta með eiði, ef krafist verður.
Reykjavík Janúar 1910
Skjal þetta hafði Jón alþ. Ólafsson samið eptir undirlagi miðstjórnar og
lagt svo fyrir, að það skyldi undirskrifað þar á fundinum. Var það samið
til þess að hnekkja ósannindaskeyti sem ráðherra eða hans sinnar höfðu
látið síma út um land og til útlanda, að vantraustsyfirlýsingin hefði snúist
upp í fagnaðaryfirlýsing til ráðherra. Margir skrifuðu þegar undir það á
Framfundinum, en sumir tóku miða með heim til sín til þess að safna
undirskriptum undir hann. Þorleifur H. Bjarnason ætlar að nokkuð djúpt
sje tekið árinni í skjalinu, þar sem sagt er „og engan heyrði eg láta ráð-
herra þar velþóknun í Ijós, utan þá menn“ o. s. frv. Rjettara hefði verið
að orða það „og nær því engan“ o. s. frv. Hann rekur minni til þess að
hann rak sig á strætinu fyrir framan hús ráðherra á 2 menn, sem tóku
undir húrrahróp tröppu- og pallliðsins, og svo kann það að hafa verið á
fleirum stöðum, en hitt mun fullvíst, að í stórmiklum minni hluta voru
þeir menn þar, er ljetu ráðherra velþóknun í ljós.
1 Af því að sumir fundarmenn voru ekki alls kostar ánægðir með að orða yfir-
lýsinguna á þessa leið, var yfirlýsingunni síðar breytt á þenna veg: Jeg heyrði
engan láta ráðherra velþóknun í ljósi, nema nokkra menn, mestmegnis unglinga,
er stóðu í tröppum hans og á pallinum við hús hans, en þeir æptu líka af
alefli. Þetta vottorð o.s.frv. ut supra. (ÞHB).
220