Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 111
Katia Mann
Thomas Mann smásagnahöfundur
Hundrað ára afmælis Thomasar Manns er víða minnzt á þessu ári með ýmis konar
útgáfum og ritgerðum. I fyrra kom út bók eftir ekkju hans, „Ungeschriebene Me-
moiren', samin upp úr sjónvarpsviðtölum, en frú Katia Mann er nú 92ja ára. Hér
er birtur kafli úr þessari bók.
í ráðagerðum sínum var Thomas Mann
ævinlega miklu hæverskari en þegar til
framkvæmdanna kom. „Töfrafjallið“ átti
að verða smásaga, bækurnar um Jósep
áttu að verða smásaga — og hvað varð
svo úr? Það var ekki alveg að ófyrir-
synju að Brecht, ólíkindatól og háðfugl,
uppnefndi Thomas Mann og kallaði
hann „smásagnahöfund“.
Ritsmíðarnar komu fram sínum eigin
vilja, þær tóku að lifa sjálfstæðu lífi og
bóndi minn vissi aldrei fyrirfram hvað
þær yrðu miklar að vöxtum. Tilaðmynda
hafði hann alls ekki haft í hyggju að
semja „Dauða í Feneyjum" og því sfð-
ur gert ráð fyrir því að starfa heilt ár
að samningu þeirrar sögu. Upphaflega
hafði hann ætlað að gera dálítið allt
annað. Hugmynd hans hafði verið sú að
gera sögu um Goethe. Hann langaði til
að skrifa um síðustu ást Goethes í
Marienbad. Það átti að verða níðangurs-
legt skop um snilligáfuna og niðurlæg-
ingu hennar. En þegar til kom treysti
hann sér bara alls ekki til þess að koma
fómnum undir Goethe. Hann hélt hann
hefði enn ekki burði til slíks verkefnis
og fékk Goethe-efninu annan búning í
„Dauða í Feneyjum". Það var ekki fyrr
en miklu síðar sem „Lotta í Weimar"
var samin. Þá lagði hann út í það. Það
var annars skrítin saga sem gerðist í
kringum „Dauða í Feneyjum" því hvað-
eina sem þar greinir kom raunverulega
fyrir okkur sjálf, allt frá atvikinu með
manninn í kirkjugarðinum.
Við lögðum leið okkar til Feneyja á
gufuskipi. Thomasi þótti yfirmáta gam-
an í Feneyjaborg og á Lido-rifi. Enda
komum við þangað oft, alltaf ella þó
með lest. A þessu ferðalagi komum við
í fyrsta sinn inn til borgarinnar utan
frá hafinu, og svo sannarlega var gamli
uppskafningurinn um borð, mjög farð-
aður og veltilhafður aldraður herramað-
ur sem unga fólkið safnaðist utan um.
Unglingarnir ærsluðust og hömuðust.
Við stigum á land og leituðum að
gondól yfir á Lido. Og von bráðar kom
að maður sem kvaðst reiðubúinn að
flytja okkur yfir. Og þegar við stigum
upp úr bátnum og borguðum farið bar
heimamann að sem sagði: Þessi hefur
ekkert leyfi! Þarna voruð þið heppin að
lenda ekki í neinum vandræðum.
Semsagt, gamla flónið var þarna og
gondólræðarinn var þarna líka.
Svo fórum við inn í Hotel-des-Bains
þar sem við höfðum pantað gistingu.
Það er niðri við fjöruna, fjölsóttur stað-
ur, og við matborðið, strax á fyrsta degi,
sáum við pólsku fjölskylduna og hún
221