Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 113
.tlhomas Mann smásagnahöfundur“ eftirleikur. „Dauði í Feneyjum" hlaut miklar vinsældir, einkum í Ameríku, og ugglaust telst sagan til hinna bestu sem Thomas samdi. Fyrir fáum árum fékk Erika dóttir okkar bréf frá öldruðum pólskum aðalsmanni, greifa sem ég er búin að gleyma hvað hét, og hann sagði að það hefði komið dálítið skrítið fyrir sig. Fyrir nokkru hefðu vinir sínir sýnt sér pólska þýðingu á smásögu þar sem sjálfum honum, systrum hans og allri fjölskyldunni hefði verið lýst með öll- um ummerkjum. Þetta hefði verið gam- an og honum hefði verið reglulega dill- að af því. En hann var ekki móðgaður. Þetta voru þá hin síðbúnu sögulok. Hið ytra ber Gustav Aschenbach svip Gustavs Mahlers, eða er það ekki? Því var þannig varið að bóndi minn samdi aðaldrætti sögu sinnar í Feneyjum og Mahler lá þá fyrir dauðanum. A nokk- urra stunda fresti fluttu blöðin fregnir af líðan hans, tilkynnt var í smáatriðum um batavonir og hnignunarmerki, eins og um þjóðhöfðingja væri að ræða. Svo mjög var hann dáður. Þetta, hvernig tilstandið var við dauða Mahlers, kom Thomasi til þess að hugsa svo mikið um hann að við lýsinguna á gervi Aschenbachs gerði hann eins og dálitla andlitsmynd af Mahler. Þetta var í maí 1911. Foreldrar mínir þekktu Mahler og við vorum einnig kunnug honum. Tvíbura- bróðir minn Klaus varð tónlistarmaður og tók Mahler í hálfguðatölu, hann gerðist aðstoðarmaður hans og æfinga- stjóri í tvö ár hjá Vínaróperunni. Eg man að Mahler kom einu sinni í te til okkar í Posching-götu þegar hann hélt tónleika í Munchen. Hann var svo und- arlegur tréhestur í framkomu. Eg sagði við hann: Eg átti að færa yður bestu kveðjur frá foreldrum mínum. Og þá sagði hann: Gerið það fyrir mig að fiytja þær til baka. Þessu gat ég aldrei gleymt. A þeim árum sagði Thomas Mann mér að honum hefði víst aldrei áður fundist hann standa andspænis mikii- menni fyrr en fundum hans bar saman við Gustav Mahler. Það hvolfdist yfir mann svo sterkur persónuleiki og erfitt að segja beinlínis til um í hverju áhrif- in voru fólgin. En hann hafði víst minna af þeirri ögun og einbeitingu sem Aschenbach var gæddur. Það var frekar sjálfslýsing h.öfundarins, og hann eignaði líka Aschenbach áformin um þau verk sem hann ráðgerði raunar sjálfur en kom aldrei frá sér. „Friedrich“-skáldsagan átti að verða bók um Friðrik mikla, en hún var aldrei samin. Thomas ritaði á styrjaldarárun- um greinina „Friðrik og Bandalagið mikla". Ymis atvik lágu til þess að hann varð því afhuga að rita skáldsöguna. Árið 1912 fékk ég illt í lungun. Það var einskonar kvef í lungnabroddum, langvinnir lokaðir berklar, og ég varð hvað eftir annað að fara upp í fjöll mér til heilsubótar. Fyrst var ég send í hálft ár, frá því í mars og fram í september 1912, á skógarhælið í Davos, og árið eftir í margra mánaða dvöl í Meran og Arosa, og loks en það var ekki fyrr en eftir stríð á 6 vikna kúr í Clavadel við Davos- En ég var ekki þungt haldin. Það var ekki um neina lífshættu að ræða og eftilvill hefði þetta batnað af sjálfu sér ef við hefðum ekki haft að- stöðu til hælisvistar, hver veit. Þetta var tíska þá að væru efnin næg var fólk sent upp í Davos eða Arosa. Sumarið 1912 kom Thomas að heim- sækja mig upp í Davos og hann varð svo gagntekinn af umhverfinu sem bar 223
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.