Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 116
Tímarit Máls og menningar Naphta og hæfileikinn til stanslausra fyrirlestra sem minnir á Lukács. Ná- kvæmlega eina klukkustund hafði Thomas hlustað og horft á hann. En þetta var það merkilega við Thomas, hann greip hvern einstakling á stund- inni. Hann kynnti sér ekki Lukács sem fyrirmynd, hann hafði ekki virt Lukács fyrir sér í leikhúskíki. Hann grandskoð- aði ekki fólk í því skyni að gefa lýs- ingu á því síðar. Ef hann á annað borð hafði séð einhvern og fest sér hann í minni og kæmi nú sögupersóna sem þessi einstaklingur passaði við, þá birtist hann þar en ekki vísvitandi — um það gemr ekki verið að ræða. Þannig var líka um fjölskyldu Krulls gamla. Þegar hann var spurður um fyrirmyndina svar- aði Thomas Mann: Æ ég horfði einu sinni í hálftíma á þetta fólk á fljóta- báti á Rín. Þetta var reglan hjá honum. Hverjum einasta manni sem hann einu sinni hafði tekið eftir gat hann lýst og það þannig að ég þekkti þessa menn aftur, líka þeg- ar hann hafði alls ekki ætlað sér að gera persónuna þekkjanlega, rétt eins og Naphta-Lukács eða þá Fitelberg í „Doktor Fástus". Hann var umboðsmað- ur, Collin að nafni, hreinn ómerkingur sem við þekktum bæði og ég sá hann strax í Fitelberg þegar Thomas Mann las mér úr þeim kafla. „Töfrafjallið" gerði Davosbúum býsna gramt í geði. Bókin vakti hneykslun í Davos af því að svo leit út sem haldið væri í ungt fólk af auðugum ættum þó það væri alis ekki neitt veikt lengur. Það væri fangar andrúmsloftsins á heilsuhælinu og þeirra þæginda sem vistin byði uppá og einungis af við- skiptaástæðum væri fólk látið dvelja miklu lengur í iðjuleysi en það beinlínis þyrfti. Enda talar hirðráðið líka oft um heilsuhælið eins og lystihöll. Sú óskap- lega lausung sem í því fólst að hægt var að komast milli herbergja úti á svölum — það mátti svo sannarlega finna að ýmsu þar efra út frá siðferðissjónarmiði. En vitanlega var hælisdvölin mjög til bóta fyrir marga sjúklingana. Og Jessen kallinn! Að mínu mati er Jessen viðfelldnasta persónan í „Töfra- fjallinu“, í bókinni er hann í alla staði fjarska elskulegur maður. Samt er hann verulega sérvitur og þannig var hann líka. Hann var svo skemmtilega snögg- ur upp á lagið og þetta að hann hafi sagt við deyjandi konu, hana Hujus litlu: V-verið ekki með þessa uppgerð! — það er alveg satt. Svo d-dó hún líka mjög vi-virðulega. Hvað Thomas Mann var kominn langt með „Töfrafjallið“ áður en hann byrjaði á „Stjórnmálahugleiðingum“ get ég ekki sagt með neinni vissu. I stríð- inu var hann svo gagntekinn af stjórn- málum og þjóðerniskennd að hann gat alls ekki unnið meira að bókinni. Hann fór alveg yfir í „Stjórnmálahugleiðing- ar“ og fór ekki að semja aftur fyrr en eftir stríð og liðkaði sig þá á smásög- unni „Húsbóndi og hundur“ og „Ljóð- inu um barnið“. Árið 1919 fór hann að fást við „Töfrafjallið" að nýju. En hann taldi að það hefði verið gott að hann fór að skrifa„Stjórnmálahugleið- ingar" því ella hefði „Töfrafjallið“ orð- ið of pólitískt og þunglamalegt í hugs- un og persónu eins og Settembrini hefði hann alls ekki getað komið fyrir. Að þessu leyti stæði skáldsagan í þakkar- skuld við „Stjórnmálahugleiðingar“. Thomas Mann skrifaði mjög hægt. En það sem hann skrifaði stóð síðan á sín- um stað. Hann breytti svo að segja engu. Hann undirbjó sig alltaf rækilega. Hein- rich bróðir hans skrifaði víst ekki bara 226
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.