Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 119
eins og hver önnur einföld hernaðar- aðgerð án þess til kæmi nokkur þrýst- ingur frá ITT. Gerð hennar átti sér ræt- ur í hinstu rökum alþjóðastjórnmála. Stofnunin sem falið var að vinna að gerð hennar í Bandaríkjunum var leyni- þjónusta hersins, DIA, en sú stofnun sem í raun hafði yfirumsjón með gerð hennar var leyniþjónusta flotans, NIA, sem lýmr stjórn CIA og Þjóðaröryggis- ráðsins. Það lá í hlutarins eðli að fela flotanum þetta verkefni en ekki land- hernum því valdaránið í Chíle átti að bera upp á sama tíma og „Operation Unitas" en svo hém sameiginlegar æf- ingar bandarískra og chílenskra her- skipa á Kyrrahafi. Þessar æfingar voru haldnar í lok september ár hvert, í sama mánuði og kosningarnar, og þá kippti enginn sér upp þótt loft, láð og lögur væri hulið allra handa vígvélum og mönnum sem lært höfðu listina að drepa. Um þetta leyti á Kissinger að hafa sagt einslega við hóp Chílena: „Eg hef engan áhuga né veit neitt um suður- hvel jarðar fyrir sunnan Pýreneafjöll.“ A þessum tíma var búið að semja áætl- unina og útfæra hana í smáatriðum og það er út í hött að halda því fram að hvorki Kissinger né Nixon forseti hafi vitað af tilvist hennar. Chíle er langt og mjótt land, um 4.250 kílómetrar að lengd og 190 á breidd að meðaltali. Það byggja 10 miljónir atorkusamra manna, þar af nær þrjár miljónir í höfuðborginni Santiago og nágrenni. Verðleiki þess er ekki fólginn í miklum landsgæðum heldur miklum sérkennum. Eina hráefnið sem framleitt er í landinu að einhverju marki er koparmálmur en hann er líka sá besti í heimi og í landinu er grafið meira af honum úr jörðu en í nokkru Þess vegna varð Allende að deyja öðru landi að Sovétríkjunum og Banda- rikjunum frátöldum. I landinu eru einnig framleidd vín sem ekki standa evrópskum tegundum að baki en þau eru ekki mikið flutt út. Þjóðartekjur nema 650 dollurum á íbúa og eru með þeim lægstu í Rómönsku Ameríku en hefðinni samkvæmt slá tæplega 300 þúsund manns eign sinni á rúmlega helming þjóðarframleiðslunnar. Árið 1932 varð Chíle fyrsta sósíalíska lýð- veldið í Vesturheimi og með áköfum stuðningi verkalýðsins reyndi stjórnin að þjóðnýta kolin og koparinn. Sú til- raun stóð í 13 daga. Annan hvern dag verður jarðskjálfti í Chíle og stórskjálft- ar valda þar miklum spjöllum einu sinni á kjörtímabili forseta að meðaltali. Jarð- fræðingar líta ekki á landið sem hluta af meginlandinu heldur brún utan í Andesfjöllum sem flýtur á einhverri óskilgreindri eðju og þeir telja óhjá- kvæmilegt að hún hverfi í stórkostleg- um náttúruhamförum einhvern tíma í framtíðinni. Chílenar líkjast mjög landinu sínu á vissan hátt. Þeir eru viðmótsbesta þjóð álfunnar, þeim finnst gott að vera til og hafa lag á að njóta lífsins til hins ýtr- asta og jafnvel betur. En þeir hafa hættuiega tilhneigingu til tortryggni og gagnrýninnar íhugunar. Chíleni einn sagði við mig á mánudegi: „Enginn Chíleni trúir því að á morgun sé þriðju- dagur.“ Hann trúði því heldur ekki sjálfur. Þrátt fyrir þessa eðlislægu tor- tryggni, eða e. t. v. vegna hennar, hefur þeim tekist að tileinka sér töluvert af eðlislægri siðfágun, pólitískum þroska og menningu sem setur þá skör hærra en aðra íbúa álfunnar. Af þrennum bók- menntaverðlaunum Nóbels sem fallið hafa í skaut suður-amerískum rithöf- undum hafa chílenskir fengið tvenn. 229
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.