Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 123
klukkustundum fyrir valdaránið tókst
andstöðunni að svipta stöðum sínum
alla háttsetta herforingja sem studdu
Salvador Allende, í þeirra stað var öll-
um veislugestunum frá Washington
komið fyrir, allt fór þetta fram með
dramatískum átökum en úrslitin voru
ráðin fyrir.
Þegar hér var komið sögu höfðu hin-
ir pólitísku skákmenn misst allt vald á
gangi leiksins. Ohagganlegt díalektískt
lögmál bar þá inn í hringiðu mun stór-
fenglegri átaka sem mögnuðust stig af
stigi og voru þýðingarmeiri en allar
áætlanir heimsvaldastefnunnar og aftur-
haldsins um að steypa ríkisstjórn þjóðar-
innar. Atökin höfðu magnast upp í ugg-
vænlegt stéttastríð sem varð upphafs-
mönnunum um megn, grimmilega hags-
munaárekstra sem ekki gat lyktað nema
í þjóðfélagsumbyltingu sem ekki átti
sér fordæmi í sögu Ameríku.
Valdarán hersins á slíkum tímum
hlaut að hafa í för með sér blóðbað.
Þetta vissi Allende. Gagnstætt því sem
okkur hefur verið talin trú um hefur
her Chíle ávallt hlutast til um stjórn-
mál landsins þegar honum hefur fund-
ist stéttarhagsmunum sínum ógnað og
ævinlega hafa fylgt því fáheyrð grimmd-
arverk. Þeim tveim stjórnarskrám sem
gilt hafa í landinu síðustu hundrað ár
var báðum þröngvað upp á þjóðina með
hervaldi og valdaránið 1973 var sjötta
uppreisn hersins gegn stjórnvöldum
síðastliðin 50 ár.
Blóðþorsti chílenska hersins hefur
fylgt honum frá upphafi og á rætur að
rekja til hroðalegra návíga við árúkönsku
indjánana sem stóðu í þrjár aldir. Einn
brautryðjendanna gumaði af því árið
1620 að hafa drepið yfir tvö þúsund
manns eigin hendi í einum bardaga.
Joaquín Edwards Bello getur þess í
Þess vegna varð Allende að deyja
endurminningum sínum að eitt sinn
þegar taugaveiki með útbrotum breidd-
ist út um landið hafi hermenn dregið
sjúkt fólk út úr húsum sínum og drekkt
því í eiturbaði tii að freista þess að
hefta útbreiðslu pestarinnar. I sjö mán-
aða langri borgarastyrjöld árið 1891
féllu 10 þúsund manns í nokkrum orr-
ustum.
Arfur ofbeldis
Alþýðuhreyfingin hefur verið barin
niður af sömu grimmd. Eftir jarðskjálft-
ann í Valparaiso 1906 þurrkuðu sjó-
liðar út samtök hafnarverkamanna í
borginni en þau töldu 8 þúsund félaga.
I byrjun aldarinnar reyndu verkfalls-
menn í Iquique að forða sér undan
hernum sem hóf vélbyssuskothríð: inn-
an tíu mínútna lágu 2 þúsund í valn-
um. 2. apríl 1957 dreifði herinn mann-
fjölda sem safnast hafði saman í við-
skiptahverfi Santiagoborgar en fjöldi
þeirra sem féllu varð aldrei heyrin-
kunnur því stjórnin gróf líkin á laun.
I verkfalli við E1 Salvador námuna sem
háð var í stjórnartíð Eduardo Freis skaut
herinn á kröfugöngu og felldi sex
manns, þar af nokkur börn og þungaða
konu. Sveitarforinginn var lítt þekktur
52 ára herforingi, fimm barna faðir,
landafræðikennari og höfundur að
nokkrum bókum um hermál: Augusto
Pinochet.
Goðsögnin um löghlýðni og kurteisi
þessa grimmdarhers var soðin saman af
chílensku borgarastéttinni og varð til
fyrir stéttarlega nauðsyn. Alþýðufylk-
ingin hélt henni við lýði í þeirri von
að takast mætti að afnema einokun borg-
arastéttarinnar á æðstu valdastöðum
hersins. En Salvador Allende reiddi sig
mest á herlögregluna — carabineros —
en liðsmenn hennar voru úr alþýðustétt
233