Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 123
klukkustundum fyrir valdaránið tókst andstöðunni að svipta stöðum sínum alla háttsetta herforingja sem studdu Salvador Allende, í þeirra stað var öll- um veislugestunum frá Washington komið fyrir, allt fór þetta fram með dramatískum átökum en úrslitin voru ráðin fyrir. Þegar hér var komið sögu höfðu hin- ir pólitísku skákmenn misst allt vald á gangi leiksins. Ohagganlegt díalektískt lögmál bar þá inn í hringiðu mun stór- fenglegri átaka sem mögnuðust stig af stigi og voru þýðingarmeiri en allar áætlanir heimsvaldastefnunnar og aftur- haldsins um að steypa ríkisstjórn þjóðar- innar. Atökin höfðu magnast upp í ugg- vænlegt stéttastríð sem varð upphafs- mönnunum um megn, grimmilega hags- munaárekstra sem ekki gat lyktað nema í þjóðfélagsumbyltingu sem ekki átti sér fordæmi í sögu Ameríku. Valdarán hersins á slíkum tímum hlaut að hafa í för með sér blóðbað. Þetta vissi Allende. Gagnstætt því sem okkur hefur verið talin trú um hefur her Chíle ávallt hlutast til um stjórn- mál landsins þegar honum hefur fund- ist stéttarhagsmunum sínum ógnað og ævinlega hafa fylgt því fáheyrð grimmd- arverk. Þeim tveim stjórnarskrám sem gilt hafa í landinu síðustu hundrað ár var báðum þröngvað upp á þjóðina með hervaldi og valdaránið 1973 var sjötta uppreisn hersins gegn stjórnvöldum síðastliðin 50 ár. Blóðþorsti chílenska hersins hefur fylgt honum frá upphafi og á rætur að rekja til hroðalegra návíga við árúkönsku indjánana sem stóðu í þrjár aldir. Einn brautryðjendanna gumaði af því árið 1620 að hafa drepið yfir tvö þúsund manns eigin hendi í einum bardaga. Joaquín Edwards Bello getur þess í Þess vegna varð Allende að deyja endurminningum sínum að eitt sinn þegar taugaveiki með útbrotum breidd- ist út um landið hafi hermenn dregið sjúkt fólk út úr húsum sínum og drekkt því í eiturbaði tii að freista þess að hefta útbreiðslu pestarinnar. I sjö mán- aða langri borgarastyrjöld árið 1891 féllu 10 þúsund manns í nokkrum orr- ustum. Arfur ofbeldis Alþýðuhreyfingin hefur verið barin niður af sömu grimmd. Eftir jarðskjálft- ann í Valparaiso 1906 þurrkuðu sjó- liðar út samtök hafnarverkamanna í borginni en þau töldu 8 þúsund félaga. I byrjun aldarinnar reyndu verkfalls- menn í Iquique að forða sér undan hernum sem hóf vélbyssuskothríð: inn- an tíu mínútna lágu 2 þúsund í valn- um. 2. apríl 1957 dreifði herinn mann- fjölda sem safnast hafði saman í við- skiptahverfi Santiagoborgar en fjöldi þeirra sem féllu varð aldrei heyrin- kunnur því stjórnin gróf líkin á laun. I verkfalli við E1 Salvador námuna sem háð var í stjórnartíð Eduardo Freis skaut herinn á kröfugöngu og felldi sex manns, þar af nokkur börn og þungaða konu. Sveitarforinginn var lítt þekktur 52 ára herforingi, fimm barna faðir, landafræðikennari og höfundur að nokkrum bókum um hermál: Augusto Pinochet. Goðsögnin um löghlýðni og kurteisi þessa grimmdarhers var soðin saman af chílensku borgarastéttinni og varð til fyrir stéttarlega nauðsyn. Alþýðufylk- ingin hélt henni við lýði í þeirri von að takast mætti að afnema einokun borg- arastéttarinnar á æðstu valdastöðum hersins. En Salvador Allende reiddi sig mest á herlögregluna — carabineros — en liðsmenn hennar voru úr alþýðustétt 233
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.