Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Page 124
Tímarit Máls og menningar og hún laut beinni stjórn forseta lýð- veldisins. Enda urðu valdaræningjarnir að fara sex þrep niður virðingarstiga herlögreglunnar þar til þeir fundu for- ingja að sínu skapi. Yngri foringjar hennar lokuðu sig inni í liðsforingja- skólanum í Santiago og börðust þar í fjóra daga þar til yfir lauk og þeir voru stráfelldir. Þessi orrusta er þekktasti hluti þeirr- ar leynistyrjaldar sem fram fór í her- stöðvunum í upphafi valdránsins. Her- foringjar sem neituðu að styðja vald- ránið og þeir sem neituðu að hlýðnast skipunum kúgunarvaldsins voru myrtir vægðarlaust af upphafsmönnum vald- ránsins. Heilar hersveitir, bæði í Santi- ago og á landsbyggðinni, gerðu upp- reisn sem var miskunnarlaust barin niður og leiðtogar hennar teknir af lífi óbreytmm hermönnum til varnaðar. Yfirmaður hersveitanna í Vina del Mar, Canturias höfuðsmaður, var skotinn með vélbyssu af undirmönnum sínum. Þess verður langt að bíða að fullljóst verði hve margir féllu í þessum innbyrðis slátrunum því líkin voru fjarlægð úr herbúðunum á vörubílum og grafin á laun. Alls var aðeins 50 háttsettum her- foringjum treyst til að stjórna hersveit- um sem þegar höfðu verið hreinsaðar. Þáttur erlendra sendimanna Til að sýna rétta mynd af valdráninu verður að leita víða heimilda sem sumar eru áreiðanlegar, aðrar ekki. Ogerningur er að segja til um fjölda þeirra erlendu aðila sem lögðu fram krafta sína við valdránið. Neðanjarðarhreyfing Chíle segir okkur að loftárásin á Moneda — en tæknileg nákvæmni hennar kom sér- fræðingum á óvart — hafi verið falin sveit bandarískra fluglistamanna. Hafi þeir komið til borgarinnar undir yfir- skyni „Operation Unitas“ og átt að sýna listir sínar chílenskum almenningi á þjóðhátíðardaginn 18. september. Þessum aðgerðum var stjórnað frá Brasilíu — uppeldisstöðvum górillanna. Tveimur árum áður höfðu þær komið til leiðar valdráni afturhaldsins í Bó- livíu sem svipti Chíle mikilvægum stuðningi og auðveldaði innflutning alls kyns undirróðurs. Hluti lána sem Banda- ríkin veittu Brasilíu var fluttur á laun tii Bólivíu til að fjármagna undirróðurs- starfsemi í Chíle. Árið 1972 fór hópur bandarískra hernaðarráðgjafa til La Paz en tilgangur þeirrar ferðar hefur aldrei verið upplýstur. Kannski var það tóm hending að smtm eftir að hún var farin hófust miklir flutningar liðs og búnaðar að landamærum Chíle. Gáfu þær chíl- enska hernum kærkomið tækifæri til að treysta innviði sína og gera þær breyt- ingar í valdastöðum sem hagstæðar voru hinu yfirvofandi valdráni. Þann 11. september, meðan „Operation Unitas" var í fullum gangi, var loks hrundið í framkvæmd áætluninni sem drög höfðu verið lögð að við veisluborðið í Wash- ington, að vísu þremur árum eftir áætl- un en nákvæmlega eins og hún var hugsuð: ekki sem hversdagsleg herbúða- uppreisn heldur stórbrotin stríðsaðgerð. I þessari lokasennu, þegar landið var á valdi óviðráðanlegra og ófyrirséðra undirróðursafla, hélt Salvador Allende löghlýðni sinni enn til streitu. Stærsta mótsögnin í lífi hans var sú að hann var bæði svarinn fjandmaður ofbeldis og um leið hugdjarfur byltingarsinni. Hann taldi sjálfum sér trú um að hann gæti sætt andstæðurnar og leit svo á að aðstæður í Chíle leyfðu friðsamlega þró- un til sósíalisma undir handarjaðri borg- aralegrar lögskipunar. Reynslan kenndi honum um seinan að valdalaus ríkis- 234
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.