Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Side 127
smámsaman dofnar sviðinn í brjóstinu, sviðinn undan eftirtölum föðurins og smáninni að vera öðrum háður ...“ (110) Pétur er ekki fæddur í alsárustu fá- tækt. Hann getur séð fyrir frumþörfum sínum með því að vinna á búi föður síns en síðan ekki söguna meir. Pening- arnir eru upphaf og endir alls í lífi hans eins og ailra annarra og hann fer þess vegna að vinna fyrir sér í verka- mannavinnu. Þannig fær hann að vísu nokkuð af peningum en vinna manns sem hefur enga menntun, enga sjóði að baki í foreldrahúsum eða aðra aðstöðu framyfir það sem venjulegt er, er ekki metin meira en svo að enn hefur hann aðeins fyrir frumþörfum. Hann verður ástfanginn, kvongast og stofnar heimili. Pétur er í rauninni með þessu að skapa sér tilveru þar sem honum gæti liðið vel — eða reyna það minnsta kosti. I bernsku gat hann skapað sér veraldir eftir þörfum og þetta er kannski nokk- urs konar framhald af því: „Og maður finnur að það er ekki gott að vera einsamall. Kona er þar. Maður festir sér konu, unga stúlku, stúlku sem einnig kennir einsemdar, sem þráir mann, börn, heimili. Og hann skilur að það er gott að eiga förunaut, mannveru sem gengur sama veg og hann, hans vegna, sem gleðst með, með honum, hryggist með honum, sameinast honum um áþreifanlegt takmark: heim- ili, afkvæmi, framhald manns sjálfs í nýrri kynslóð." (164) En Pétur er ekki búinn að bita úr nálinni með soddan vitleysu að ætla til- finningum sínum rúm einhvers staðar. Hann verður að vinna þangað til blóð sprettur undan nöglum ef hann ætlar að fullnægja þörfum sínum og ekki nóg með það. Smám saman veit hann varla Umsagnir um beekur lengur hverjar þarfir hans eru og loka- takmarkið, hamingjan sjálf, verður ónálganlegt eins og endi regnbogans vegna þess að maður er alltaf of upp- tekinn og þreyttur við að afla alls þess sem átti að skapa hamingjuna. Hamingja Péturs hefur nefnilega verið tekin eign- arnámi. Þeir sem það gerðu eru samt engir fantar og vilja endilega skila henni aftur gegn hæfilegri borgun. Þeir hafa hresst uppá hana meðan hún var hjá þeim, hún hefur tekið hamskiptum og er orðin að úrvals vörum, hlutum sem áttu að skapa hamingjuna sem týndist í vinnuþrælkuninni við að afla peninga fyrir þessum sömu hlutum. Eig- endur framleiðslutækjanna gernýta Pét- ur þannig með því að láta hann vinna sér til húðar við framleiðsluna svo hann fái peninga fyrir þá vinnu og geti keypt framleiðsluna. Eins og sjá má af því sem rakið var hér að framan er Pétur ekki lengur sjálfs sín ráðandi, heldur annarra eign. Hann vinnur stöðugt að takmarki sínu en fær- ir það sífellt fjær sér með þeirri vinnu- Ríkjandi stétt hefur bæði töglin og hagldirnar í viðskiptum þeirra, græðir því meira á vinnu hans þeim mun meiri sem hún er og ef hann ætlar samt að komast í einhverjar álnir er alltaf hægt að selja honum sjálfsögð mannréttindi eins og húsnæðisöryggi. Þar með er end- anlega tryggt að það litla af kaupi Pét- urs sem lenti í hans höndum næst það- an aftur. Seint og síðar meir virðist Pétri verða þetta ljóst að einhverju leyti og mót- leikurinn er að hann týnir sér, lætur sig hverfa og leitar upphafs síns, því að einu sinni var þetta ekki svona. Hann kemur á bernskuslóðirnar en veröld bernskunnar er horfin og kemur aldrei aftur og veröld fullorðinsáranna var 237
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.