Tímarit Máls og menningar - 01.10.1975, Síða 130
Tímarit Aláls og vienningar
áreynslu. Það er ekki verið að biðja um
neina heimsfrelsunarfýlu eða þungan
harm vegna villuráfs veraldarinnar þar
sem enga skímu er að sjá, og er þó þar
af mörgu að taka. Það má gjarna vera
glettið, ekki veitir ljóðalesendum af.
Þegar við fáum næstu bók Þórarins Eld-
járns í hendurnar getum við síðan tii
fulls svarað þeirri áleitnu spurningu,
sem vaknar nú þegar, hvort hann er
ekki líka skáld.
]ún Sigurðsson.
Frá aðalfundi félagsráðs Máls og menningar
Aðalfundur félagsráðs Máls og menningar fyrir árið 1974 var haldinn 16. septem-
ber síðastliðinn. Ur ráðinu áttu að ganga Björn Sigfússon, Hannes Sigfússon, Jakob
Benediktsson, Jónsteinn Haraldsson, Sveinn Aðalsteinsson, Sverrir Kristjánsson,
Þorleifur Einarsson. I stað Björns Sigfússonar og Hannesar Sigfússonar voru kosnir
Ólafur R. Einarsson og Páll Skúlason. Hinir fimm voru endurkjörnir. Þórbergur
Þórðarson og Einar Andrésson höfðu látizt frá því aðalfundur var haldinn 1974.
I sæti þeirra voru kjörin Guðrún Helgadóttir og Óskar Halldórsson.
I stjórn voru kosin: Þorleifur Einarsson formaður, Jakob Benediktsson varafor-
maður, Halldór Laxness, Anna Einarsdóttir, Vésteinn Lúðvíksson. í varastjórn:
Svava Jakobsdóttir, Arni Bergmann, Loftur Guttormsson, Magnús Kjartansson,
Guðrún Helgadóttir.
240