Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 4
Til lesenda Það fórst fyrir að skrifa ritstjórnarpistil í fyrsta heftið og tilkynna lesendum Tímaritsins að Vésteinn Ólason hefur nú látið af störfum sem ritstjóri og tekið við prófessorsstöðu við háskólann í Osló. Ekki verður auðvelt að finna mann í stað svo góðs drengs og prýðilegs fræðimanns, en vonandi fær hann betri tíma til að skrifa fyrir Tímaritið meðan hann situr í Osló. Nú kemur annað hefti ársins fyrir sjónir ykkar, ílangt og barmafullt af fræðandi og uppbyggilegu efni að venju. Tvær aðalgreinar heftisins fjalla um Astu Sigurð- ardóttur, þá sérkennilegu skáldkonu, og eitt af spilunum sem hún lét eftir sig prýðir forsíðuna. Tilefni þessa er að í allan vetur hefur Kjallaraleikhúsið sýnt leikgerð Helgu Bachmann af Reykjavíkursögum Ástu við miklar vinsældir, og fyrir jól kom út bókin Sögur og Ijóð með öllum fullunnum smásögum og ljóðum Astu. Matthías Viðar Sæmundsson og Dagný Kristjánsdóttir fara ólíkar leiðir að Astu en greinar beggja sýna hve auðugur texti hennar er ef hann er skoðaður vandlega. Til að létta stemninguna sveif ég á Steingrím Sigurðsson málara og rithöfund þar sem hann var að útrétta í Alþýðuþankanum og bað hann að segja frá kynnum þeirra Astu. Hann birti fyrstu smásöguna eftir hana í riti sínu Lífi og list árið 1951. Höfundar Tímaritsins tala annars hver fyrir sig og þurfa ekki á pistli að halda til kynningar. Af útgáfunni er það að segja að hún er blómleg á þessum vordögum. Vorbókin handa börnum er bráðskemmtileg saga eftir nýjan höfund, Hrafnhildi Valgarðsdótt- ur, og heitir Kóngar í ríki sínu. Tilvalin sumargjöf handa fimm til tíu ára börnum. Tvær ljóðabækur koma að venju, Böðvar Guðmundsson kveður sér hljóðs eftir langa þögn á þessu sviði með ljóðabókinni Vatnaskilum og Isak Harðarson gefur út Veggfóðraðan óendanleika. Allir lesendur Tímaritsins hafa frétt af UGLUNNI, íslenska kiljuklúbbnum, sem fór af stað í aprílbyrjun og tekur í raun upp gamlan þráð Máls og menningar: Að gefa út á öllum tímum árs góðar bækur og svo ódýrar að allir geti eignast þær sem það vilja. Áskrifendur fá sendar allar útgáfubækur klúbbsins, en með því fyrirkomu- lagi er hægt að halda verðinu mjög lágu. Áskrifendur UGLUNNAR eru orðnir þrjú þúsund þegar þetta er ritað. Ritstjóri UGLUNNAR er Árni Sigurjónsson, bók- menntafræðingur. Bestu sumarkveðjur. Ritstjóri. 130
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.