Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 16
Tímarit Máls og menningar verði grunaður um græsku í því sambandi. Báðar fjalla um sérvitra fitukeppi á jaðri samfélagsins, þeir búa hjá stjórnsamri móður sem fer með soninn eins og ungabarn og mannlíf beggja bókanna er allt með ýktu móti, þetta eru stílfærðar skopfígúrur úr einangruðum menningarkima samfélagsins. Bók Hafliða er heldur skemmtileg aflestrar og söguþráður er lunkinn. Og tveimur sögum skellt saman: þarna leikast líkt og hjá Pétri sífellt á plan „raunveruleikans“ og úrvinnsla hans í skáldskap, en skilin hér eru miklu óljósari jafnframt því sem plönin tvö eru miklu eindregnar jafnhliða — og er ekki alltaf hirt um að láta lesanda vita hvort planið er uppi hverju sinni og sumar persónur hafa sömu nöfnin báðum megin. Bók Hafliða hefur þann meginkost fyrir lesanda að hún endar vel; akfeitir elskendurnir ná saman og hið sama gildir um hitt parið sem myndar hliðstæðuna óhjákvæmilegu í sögu sem þessari. Hafliði er að búa til skemmtisögu með gamla laginu öðrum þræði. Hann er að fást við gamalt og lúið bókmenntaform og gæðir nýju lífi. Guðlaugur Arason lætur sögur sínar tvær skarast á einu plani — lætur aðalpersónu sína vera um leið skrásetjara fortíðar. Hjá Pétri er samband sagnanna tveggja óljósara, Guðmundur Andri skráir brot úr eigin lífi sem á margt sameiginlegt með lífi Andra, sögurnar tvær skarast ekki raunsæilega. Hið sama gildir um tvær sögur Hafliða. Menn eru í bókmenntalegum leik. Og enn gerist þetta fágaðra: Guðbergur Bergsson hefur í bókinni Leitin að landinu fagra sögu í sögunni í sögunni, ramma innan rammans. Fyrst eru Hugborg og Helgi tvö í bílskúr og hún fer að spinna upp sögu sem endurspeglar íslenskan veruleika og einkum vinstri hreyfinguna sem ræki- lega er tengd lútherskum prestum. Þjóðin fer á haf út að leita landsins fagra með viðkomu á ýmsum eyjum og endurspeglunin er áfram skýr, einstakir eygervingar séríslenskra efnahagsvandamála. Hugborg segir allt í einu stopp og tekur upp þráð sem hefur laumað sér í meginfrásögnina og spinnur hann áfram útí ævintýri og þar skilur með veruleika og skáldskap því hér er unnið með bókmenntaminni úr riddarasögum og ævintýrum sem reyndar eru svo útþvæld (heilagur Georg og drekinn, þrír bræður leita fjár og frama o. s. frv.) að það eitt að taka þau upp verður í raun stórkostlega frumlegt. Guðbergur fór mikinn þessa vertíð. Hann þýddi með ágætum1 tvær merkisbækur og sendi að auki frá sér tvær skáldsögur. Hermann Másson tengist þessari umræðu um tengsl skáldskapar og veruleika, bók skrifuð af sögupersónu úr sagnaheimi Guðbergs, og gaf lesanda hæfilega á kjaftinn: þegar sá sem les Froskmanninn reynir stöðugt að ímynda sér að þetta skrifi ungur maður en ekki stofnunin Guðbergur — sem reyndar er allerfitt stundum, einkum í kvenlýsingum og samfara þar sem kyneiginleikar kon- unnar eru eins og víðar í bókum Guðbergs einkum auðkenndir með orðum 142
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.