Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 17
Formviljinn eins og „ólund“ og „lunti“ — en takist manni þetta þó ekki væri nema stund og stund, fer ekki hjá því að augu manna uppljúkist á ný fyrir því hve snjall rithöfundur Guðbergur er. Um stíl Guðbergs má segja að á meðan Pétur Gunnarsson leitast við að segja mikilvæg sannindi með látlausum hætti reyni Guðbergur að segja lágkúru og þvætting með skrúðmiklum hætti: „gæfa fylgir gengisfelldri krónu“, „saman fara síld og lamb á Siglufirði“, „krás er orðin að kúk“, „aldrei hangir hrein mey lengi á hárinu“ — eru nokkur dæmi úr orðskviða- safni Leitarinnar að landinu fagra. I bókinni lætur hann sér ekki nægja að fást við dragúldin mótíf úr ævintýrum og riddarasögum heldur virðir hann líka gjörsamlega að vettugi eina höfuðkennisetninguna í nútímafagurfræði skáldskapar: að útskýra aldrei neitt fyrir lesendum heldur fela meiningarnar í textanum svo hinn virki lesandi hafi ánægju af því að snuðra þær uppi — og má nærri geta hvort þetta skapraunar ekki bókmenntafræðingunum að fá svona allt upp í hendurnar. Hann lætur sem sé ekkert tækifæri ónotað til að hugleiða eðli söguþráðarins og útskýra fyrir lesanda hvers vegna þetta er látið gerast en ekki eitthvað annað og niðurstaða bókarinnar er margtuggin. Hann er ekki aðeins að skrifa nútímabókmenntir heldur er samhengið stærra og um leið bókmenntalegra en svo; hann er ekki síður að skrifast á við höfunda riddarasagna. Hann valsar um listasöguna þar sem honum sýnist rétt eins og myndlistarmenn hafa verið að gera undanfarin ár, og líkt og þeir gerir hann sér far um að brjóta reglurnar. Hinsegin sögur voru tileinkaðar ástalífi Islendinga og þótti heldur und- irkoddaleg bók. Leitin að landinu fagra er líka ástarsaga, en mjög siðprúð. Hún hefst á því að Hugborg og Helgi vinur hennar hanga á löppunum í bílskúr, rétt eins og Oðinn hékk á vindgameiði á undan Rúnatali Hávamdla; við þá sjálfstyftun opnaðist honum sýn og hann öðlaðist visku sem því miður er aðeins talin upp í Rúnatalinu en ekki rakin. Og Hugborgu vitrast hlutir: hún tekur að skapa, öll sagan gerist í hennar hugarborg meðan Helgi gegnir statistahlutverki og má ef til vill draga einhverjar ályktanir af því um kvenlegt eðli sköpunarkraftsins, hér er kveneðlið frumlag en ekki andlag eins og hjá Guðlaugi. Og víkur þá sögunni aftur að Kristni E. Andréssyni: endurminningar hans um störf sín í íslenskri vinstrihreyfingu sóttu sem kunnugt er titil sinn og réttlætingu á alþjóðlegum samskiptum sósíalistanna til John Donne: Enginn er eyland. Ekki veit ég hvort ræður tilviljun eða útsmogin hrekkvísi í einkunnarorðum Leitarinnar að landinu fagra sem er einmitt uppgjör Guðbergs við þessa hreyfingu og dár um hennar alþjóðasamskipti: þar stendur að þessi bók sé aðeins ætluð eyjum til lestrar. Og svipaða eyja- hyggju má greina hjá Einari Kárasyni í Gulleyjunni. Allar persónur þar fá að 143
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.