Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Side 28
Tímarit Máls og menningar Aðstæður sögukonunnar einkennast af klofningi eða sundrungu á fjöl- mörgum sviðum: líkamlegu, sálrænu, félagslegu og kosmísku. Myndmálið sveiflast á milli þessara sviða og leiðir smám saman í ljós sjálf, sem skortir þéttleika eða festu, fullt af mótsögnum, þrúgað og þjáð. I fyrsta atriðinu koma sviðin saman í lóðréttri stefnu frásagnarinnar. Ferlinu má lýsa á eftirfarandi hátt: Við upphaf sögunnar reynir sögukonan að brjótast inn í heim annarra með því að rífa í hár karlmanns, eigna sér hann. Þessi „uppreisn" leiðir hins vegar til niðurlægingar. Fingur hennar eru spenntir í sundur uns beinin bresta (!), henni skellt á gólf þar sem glerbrot stingast í líkama hennar. Yfir sveima móðguð andlit. I þessari stöðu er líkamlegum sjálfumleika hennar sundrað líkt og þeim sálræna, hún er umkringd af sam- félagi dómara, ofsækjenda, varnarlaus og svipt mennsku sinni, enda líkir einn viðstaddra henni við „hrætt dýr“. Sú líking er endurtekin hvað eftir annað í sögunni, táknræn um stöðu hennar: Andspænis mér stóð fjöldi dómara. Þeir voru alvarlegir, strangir og ótrú- lega vitrir. Eg stóð berskjölduð fyrir augnaráði þeirra, sem lýsti gegnum mig. Oll mín afbrot voru þeim skráð á sál mína eins og opna bók. (9) Umheimurinn hefur svipt hana einstaklingseðli, gert hana að hlut, sem enga sjálfstæða tilvist hefur. Hún sér sjálfa sig utan frá og er nánast í augnaráði annarra, upplifir sig í senn sem hlut og tóm — hlutgert sjálf, firrt. Á þessu stigi rofnar hinn raunsæislegi rammi, vísunin út á við dregst inn á við, táknmyndir dulvitundar rísa úr djúpinu og breyta hlutveruleikanum í martröð, sem lýst er á öflugan og táknrænan hátt: Stigaopið gein við mér kolsvart, tilbúið að gleypa mig lifandi. Ég fann, að það hafði botn einhversstaðar langt niðri. Ofboðsleg hræðsla greip mig, og ég þreif í hinn handlegginn á ofsækjandanum. Ég ætlaði að biðja um miskunn, en kom ekki upp nokkru orði fyrir ekka. Ég var að hrapa niður í þetta ægilega myrkur, — maður er langa ævi að hrapa, hrapa, og lengst niðri á botninum er tjara, tjörudíki, þar sem litlar mýs byltast og krafsa í seigri efjunni, með örlitlum smágerðum fótum og berjast við dauðann. Tjaran drekkir svo mjúku hárinu og fyllir dökku, stóru augun þeirra — — ég var að byrja að detta, hrapa, þegar einhver tók utan um mig og dró mig upp aftur. (8—9) Þetta magnaða myndmál hefur margháttaða skírskotun, en kjarni þess er vítislíkingin og fallið. Það lýsir ofboðslegri skelfingu, martraðarkenndum vanmætti, vitund í uppnámi. Sögusjálfið dregst inn í djöfullegan heim, þar sem er kvöl og tortíming, ómennskan og fullan af óhugnaði. Um leið tákn- gera mýsnar hlutskipti hinna útskúfuðu í demónsku og miskunnarlitlu sam- félagi. 154
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.