Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar
Aðstæður sögukonunnar einkennast af klofningi eða sundrungu á fjöl-
mörgum sviðum: líkamlegu, sálrænu, félagslegu og kosmísku. Myndmálið
sveiflast á milli þessara sviða og leiðir smám saman í ljós sjálf, sem skortir
þéttleika eða festu, fullt af mótsögnum, þrúgað og þjáð. I fyrsta atriðinu
koma sviðin saman í lóðréttri stefnu frásagnarinnar. Ferlinu má lýsa á
eftirfarandi hátt: Við upphaf sögunnar reynir sögukonan að brjótast inn í
heim annarra með því að rífa í hár karlmanns, eigna sér hann. Þessi
„uppreisn" leiðir hins vegar til niðurlægingar. Fingur hennar eru spenntir í
sundur uns beinin bresta (!), henni skellt á gólf þar sem glerbrot stingast í
líkama hennar. Yfir sveima móðguð andlit. I þessari stöðu er líkamlegum
sjálfumleika hennar sundrað líkt og þeim sálræna, hún er umkringd af sam-
félagi dómara, ofsækjenda, varnarlaus og svipt mennsku sinni, enda líkir
einn viðstaddra henni við „hrætt dýr“. Sú líking er endurtekin hvað eftir
annað í sögunni, táknræn um stöðu hennar:
Andspænis mér stóð fjöldi dómara. Þeir voru alvarlegir, strangir og ótrú-
lega vitrir. Eg stóð berskjölduð fyrir augnaráði þeirra, sem lýsti gegnum mig.
Oll mín afbrot voru þeim skráð á sál mína eins og opna bók. (9)
Umheimurinn hefur svipt hana einstaklingseðli, gert hana að hlut, sem
enga sjálfstæða tilvist hefur. Hún sér sjálfa sig utan frá og er nánast í
augnaráði annarra, upplifir sig í senn sem hlut og tóm — hlutgert sjálf, firrt.
Á þessu stigi rofnar hinn raunsæislegi rammi, vísunin út á við dregst inn á
við, táknmyndir dulvitundar rísa úr djúpinu og breyta hlutveruleikanum í
martröð, sem lýst er á öflugan og táknrænan hátt:
Stigaopið gein við mér kolsvart, tilbúið að gleypa mig lifandi. Ég fann, að
það hafði botn einhversstaðar langt niðri. Ofboðsleg hræðsla greip mig, og ég
þreif í hinn handlegginn á ofsækjandanum. Ég ætlaði að biðja um miskunn, en
kom ekki upp nokkru orði fyrir ekka. Ég var að hrapa niður í þetta ægilega
myrkur, — maður er langa ævi að hrapa, hrapa, og lengst niðri á botninum er
tjara, tjörudíki, þar sem litlar mýs byltast og krafsa í seigri efjunni, með
örlitlum smágerðum fótum og berjast við dauðann. Tjaran drekkir svo mjúku
hárinu og fyllir dökku, stóru augun þeirra — — ég var að byrja að detta,
hrapa, þegar einhver tók utan um mig og dró mig upp aftur. (8—9)
Þetta magnaða myndmál hefur margháttaða skírskotun, en kjarni þess er
vítislíkingin og fallið. Það lýsir ofboðslegri skelfingu, martraðarkenndum
vanmætti, vitund í uppnámi. Sögusjálfið dregst inn í djöfullegan heim, þar
sem er kvöl og tortíming, ómennskan og fullan af óhugnaði. Um leið tákn-
gera mýsnar hlutskipti hinna útskúfuðu í demónsku og miskunnarlitlu sam-
félagi.
154