Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Blaðsíða 31
Götustelpan reglulegt rosahaustveður. En það skíðlogaði í ofninum, og okkur leið ágætlega.“7 Þessi einfalda lýsing felur í sér táknrænan merkingarauka þrátt fyrir sakleysislegt yfirbragð. Innanveggja skortir persónur ekkert andstætt því sem er utanhúss. Þar ríkja myrkur, neyð og dauði, kotbúar og öreigar heyja harða lífsbaráttu við skort og hungur. Dyrnar, sem skilja þessa heima að, hafa bæði bókstaflega og táknlega merkingu. Þær eru luktar og sá sem úti er kemst ekki inn, hann er útskúfaður. Orlög smælingjans Siggu-Gunnu dæmigera þennan klofning. Hún reynir inngöngu en er hrakin og svívirt, rekin á flótta út í myrkrið. Þeir sem inni sitja taka engan raunverulegan þátt í lífinu, yfirstéttarmenn. Viðhorf þeirra einkennast af mannfyrirlitningu og tilfinningakulda. Utlaganum Siggu-Gunnu er á annan veg farið. Hún leggur allt í sölurnar fyrir börn sín, er lifandi og ástrík manneskja í eymd sinni ólíkt dauðyflunum innan dyra, tilvist hennar auðugri en þeirra þótt kjörin séu öllu lakari. Ekki er ástæða til að kryfja sögu Þóris frekar, en augljóst mál að hún er um margt hliðstæð Sunnudagskvöldi, landafræði beggja er til dæmis tákngerð með svipuðum hætti. Þegar neyðin er stærst, segir máltækið, er hjálpin næst. Um leið og sögu- konan í Sunnudagskvöldi gefur sig einsemdinni og tóminu á vald heyrir hún fótatak mannveru. Henni er bjargað á síðustu stundu, samfélagið virðist taka hana í sátt. Nýi „huggarinn“ er ákaflega góðlegur, miðaldra maður, eins og „föðurlegur engill“. Einverumartröðinni linnir. Um stund. En venslin einkennast eftir sem áður af drottnun og vonin, sem kviknar, reynist sjálfsblekking. Þótt sögukonunni sé boðið í hús er það undir fölsku yfir- skini. Ferli fyrsta atriðis er endurtekið á enn grófari hátt: henni slengt á gólf og hún svipt valdi yfir líkama sínum: „Líkami minn féll máttlaus niður á ískalt gólfið og gafst upp“ (15). Hún missir að nýju mennsku sína, nýtil- orðna. Samræmið hverfist í ýtrasta aðskilnað, gleðin í hrylling og ótta. I atriðinu kemur einfeldni sögukonunnar glöggt í ljós, bernska hennar og grandaleysi. Þegar „huggarinn" biður hana um að afklæðast svo hann geti séð kroppinn hlýðir hún að bragði, dettur ekkert illt í hug. Spillt í augum umhverfis, óspillt hið innra. I nauðgunaratriðinu er líkamlegum sjálfumleika sögukonunnar sundrað að nýju. Innan atriðisins á sér stað ákveðin stígandi, sem lýsir sívaxandi firringu. I upphafi skoðar hún myndir á veggjum af stúlkum með mitti og brjóst, horfir síðan á sjálfa sig í spegli: Það var ekki laust við, að ég fyndi til blygðunar gagnvart myndinni af stúlk- unni frammi. Eg var svo sver, brjóstin á mér of lítil og ekki smart og hárin á lífbeininu mynduðu ekki jafnhliða þríhyrning--(14) 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.