Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Síða 41
Asta og Líf og list
margt og misjafnt drifið á dag ungfrúarinnar, hún hefur því frá
mörgu nýju að segja. Ritið telur sér virðingu að því að mega flytja
þau tíðindi að von sé á bók eftir hana á næstunni sem hún hefur
unnið að í sumar og haust. Enginn efi er á því að með komu þeirrar
bókar veitir Ásta fersku og heitu blóði inn í íslenskt bókmenntalíf því
leitun er að skáldsagnahöfundi sem fer jafn glæsilega af stað og hún
út á hina torsóttu og vandrötuðu rithöfundarbraut. Ásta er gædd
þeirri ólgu, því lífsmagni og þeim náttúrukrafti sem tilfinnanlega
vantar í ritverk unghöfunda hér. Framtíðin brosir við slíkri hæfileika-
konu á listasviðinu."
Þessi bók var sérprentaða sagan Draumurinn, en svo gaf Ásta út
smásagnasafn sitt 1961. Af tilviljun var ég um daginn að fletta
Morgunblaðinu frá því ári og þá var verið að auglýsa Sunnudags-
kvöld til mánudagsmorguns sem er áreiðanlega uppurin, hún var
gefin út af Helgafelli. „Fyrsta bók þjóðkunns höfundar Ástu Sigurð-
ardóttur, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, hispurslaus frásögn
úr hversdagslífinu, heillandi, látlaus, hrottaleg, bók fyrir þá sem þora
að horfast í augu við raunveruleikann, snilldarlega vel skrifuð bók.“
Svona var þessi bók kynnt þá og henni var vel tekið. Eg held því
fram að nýja útgáfan af smásagnasafni Ástu fái ekki sömu viðtökur
og sú fyrri vegna þess að sálfræðin hefur breyst. Eg vil ekki segja að
hún sé betri eða verri, það er afstætt, en ég er nokkurn veginn viss um
þetta. Það væri helst ákveðinn hópur af ungu kynslóðinni sem gæti
tekið bókinni vel og haft smekk fyrir hana, því æskan í dag hefur
mikla réttlætiskennd.
167