Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 46
Tímarit Mdls og menningar Litla dýrið skreiðist áfram með síðustu kröftunum. En það sér ekken hvert það stefnir, augun eru orðin blóðhlaupin og svo dregur fyrir þau þykka blóð- litaða móðu. (124) I lok flóttasögu telpunnar segir: Augu hennar voru bólgin og glýja í þeim svo hún nuddaði þau með handar- bakinu til að sjá betur og reyndi að halda niðri í sér ekkanum. (132) Eru þessar tvær flóttasögur sama sagan? Er dýrasagan, sagan í sögunni, kannski aðalsagan og aðalsagan umgjörð um hana? Eða er saga telpunnar eins konar svar við dýrasögunni? Við skulum geyma þessar spurningar eða öllu heldur nálgast þær frá annarri hlið. Við skulum sjá hvað höfundur segir um þetta, sjá hvaða sjónarhorn hann hefur, hvernig hann kýs að birtast í verkinu og í framhaldi af því hvernig hann stýrir lestrinum. Og þá kárnar nú gamanið. Sagan hefst með þessum orðum: ------og svo hleypur stóra, stóra dýrið á eftir litla dýrinu, svona hart hart, — en það er ekkert hrætt og ekkert þreytt eins og litla dýrið — því þykir bara gaman voða gaman, þetta er leikurinn þess — eins og kisu þykir svo gaman að kvelja litlu músina áður en hún drepur hana — voða, voða gaman! (121) Eins og sjá má byrjar sagan inni í miðri beinni ræðu, in media res, og lesandinn verður alveg ruglaður. Sagan treðst inn á hann (hvaða saga?) og upp kemur spurningin: Hver talar? Og samhliða henni önnur, mun óörugg- ari: Hver hlustar (les)? Sá sem hlustar (les) er barn. Frásögnin er greinilega miðuð við óþrosk- aðan, ungan áheyranda. Hún á að vera munnleg, punktum og stórum stöf- um er sleppt og bandstrik notuð til að afmarka setningar. Sá sem talar er greinilega að sýna eitthvað (svona hart hart) með látbragði eða á mynd. Málið á sögunni er einfaldað svo að lengra verður ekki gengið: „kisa“ er valið frekar en „köttur“, úr talmáli eru tekin algeng stafavíxl „hart“ (af harður) í stað „hratt“ (af hraður) og úr talmáli eða barnamáli er tekin tvöföld ákveðni: þetta er leikurf«« þess. Engin samsett lýsingarorð eru notuð heldur tvítekningar og klifun til að leggja áherslu á lýsinguna: stóra, stóra dýrið; svona hart hart, ekkert hrætt og ekkert þreytt, gaman voða gaman, voða, voða gaman. Það er greinilegt að sá sem segir frá vill að hvert einasta orð sögunnar komist til skila hjá barninu sem hlustar (les). Það er ákaflega óþægilegt að hlusta á þessa óþekktu rödd sem þröngvar sögu sinni svona upp á okkur — og strax í næstu línu erum við leyst undan því: 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.