Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1986, Page 51
Myndir tala hina fyrirlitnu mállýsku, flámælið. Stjúpinn hermir eftir henni og hæðist að því hvernig hún talar. Enda reynir hún að segja sem fæst. Hann spottar líka trú hennar og veitist auðvelt að tala hana í kaf. Móðirin er hvorki líkamlegur ná andlegur jafnoki stjúpföðurins en samt reynir hún að „verja krakkann fyrir honum" — með fortölum á daginn, með því að ganga á milli þegar stjúpfaðirinn „tekur í“ barnið á nóttunni. Móðirin veit eins og dóttirin að dýrasagan og myndin búa yfir hættulegri merkingu. I vonlausri tilraun til að hjálpa barninu býður hún dótturinni sína eigin lausn, söguna af Jesú og Jesúmyndirnar í staðinn fyrir myndina af dýrunum. Það er fyrsta samtal þeirra mægðna í textanum: — Þú veist vel þa er ekki að marka þessar mynder, hélt móðirin áfram. — Víst, sagði telpan. — Víst er að marka myndir. — Já, kannski jesúmyndir og svoleiðis. Eins og eru í sönnödagaskólanum. — Og líka myndina af þér og stjúpa. Móðirin þagnaði. Hvað barninu gat dottið í hug! — Það er alvörumynd. Og myndin af litla fallega dýrinu er líka alvörumynd. Og líka af ljóta grimma vonda dýrinu. Það er ekki ganni. (127) Einangrun telpunnar hefur verið rofin. Hikandi er hún byrjuð að tengja saman upplýsingar. Merking dýramyndarinnar er önnur mynd — myndin af móðurinni og stjúpföðurnum. Giftingarmynd? Mynd af fólki sem laðast hvort að öðru, sameinast, elskast, eignast börn. Mynd af fjölskyldu. Alvöru- mynd. Það er eins og telpan vakni af draumi. Hún vill ekki þegjandi leika það hlutverk sem stjúpinn (og móðirin) ætla henni. Hún vill segja frá, en ekki í orðum, heldur í mynd. Hún tekur skærin, bjargar litla dýrinu og limlestir stóra dýrið með augljósu geldingartáknmáli (klippir af það sem stendur út úr kroppi dýrsins, höfuð og fætur). Betur getur barnið ekki sýnt bælda árásargirni sína og reiði. Hún hafnar vonum stjúpföðurins, segir „nei“ af jafnmikilli ástríðu og hann hafnaði beiðni hennar um grið fyrir litla dýrið. Stjúpfaðirinn sér að hann hefur tapað. Sjálfviljugt kemur litla dýrið aldrei til stóra dýrsins. Barsmíðar hans — jafnvel morðhótanir skiptu ekki máli: „Ekki úr því sem komið var.“ (129) Telpan hefur talað. En höfundur hefur ekki lokið sögu hennar. Litla telpan veit ekki hvort hún hefur unnið endanlega, hvort dýrið er sloppið. Þess vegna trítlar lemstrað barnið inn í svefnherbergið, ber mynd- ina af dýrinu upp í rautt hálfrökkur þess — í bakgrunni er myndin af móðurinni og stjúpanum, brosandi „sljó og tilgerðarleg út í rautt hálfrökkr- ið“ (132). tmm iv 177
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.